Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 71

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 71
ANDVAIII Um fiskirækt i Bandarikjunum 67 þau mjög svo viðkvæm og þarf að hafa það í huga í sambandi við alla meðhöndlun þeirra. Öll hrogn, sem tínd eru burtu, eru talin, eða, ef um mikið er að ræða, mæld. Síðan er sú tala jafnóðum dregin frá hinni upphaflegu tölu hrognanna. Er þetta liður í þeirri reglu klakstöðvanna að vita alltaf, hversu mikið af hrognum, seiðum og fiski þær hafa undir höndum. Hversu langan tíma klaltið tekur, fer nær eingöngu eftir hitastigi vatnsins. í vatni, sem er 10° C, er talið, að laxahrogn klekist á 50 dögum. Þegar hrognin eru augnuð, eru þau ekki nærri eins við- kvæm og áður. Er það siður á sumum klakstöðvuin að taka þá hrognin úr klakltössunum, setja þau í þvottabala eða annað ílát og hella siðan yfir þau vatni úr talsverðri hæð. Enda þótt hrognin þoli nú meira en áður, verður þessi harkalega með- i'erð til þess, að nokkur hluti þeirra deyr. Tilætlunin með þessu er tvenns konar. Fyrst að koma þeim hrognum, sem ófrjó eru og enn kunna að leynast, til þess að hvítna upp og koma þannig í ljós, svo að hægt sé að losna við þau. í öðru lagi að gera út af við hina veikustu einstaklinga. Er því hér um úrval að ræða. Þegar seiðin kvikna, hafa þau kviðpoka, sem í er matarforði þeirra. Hversu lengi hann endist, fer eins og allt annað eftir hita vatnsins, sem þau eru í. Gera má lauslega ráð fyrir, að þessi forði endist í hálfan mánuð. Á þessu tímabili eru seiðin hér um bil ófær um að hreyfa sig nokkuð úr stað. Hið mesta, sem þeim er mögulegt, er að slá til sporðinu, sem þau gera og óspart, þótt hægt miði. Það segir sig því sjálft, að seiðin geta ekki leitað sér ætis, enda þurfa þau ekki á því að halda, meðan þess forða nýtur við, sem náttúran hefur lagt þeim til. Jafn- skjótt og pokinn er að hverfa, fara þau að bera sig um, enda er nú ekki á annað að treysta en þá bráð, sem kemur í færi. Á klakstöðvunum er vandlega fylgzt með því, hvenær hinn náttúrlega matarforða seiðanna þrýtur. Um leið og honum Iýkur, tekur fóðrunin við. Fóðrun seiðanna, sérstaldega í fyrstu, meðan þau eru smæst, og raunar alltaf, þó að í nokkuð öðr- um skilningi sé, er hið mesta vandaverk. Seiðin geta lifað ótrú- lega lengi, jafnvel heilt sumar, án þess að fá nokkuð sem heitir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.