Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 71

Andvari - 01.01.1948, Page 71
ANDVAIII Um fiskirækt i Bandarikjunum 67 þau mjög svo viðkvæm og þarf að hafa það í huga í sambandi við alla meðhöndlun þeirra. Öll hrogn, sem tínd eru burtu, eru talin, eða, ef um mikið er að ræða, mæld. Síðan er sú tala jafnóðum dregin frá hinni upphaflegu tölu hrognanna. Er þetta liður í þeirri reglu klakstöðvanna að vita alltaf, hversu mikið af hrognum, seiðum og fiski þær hafa undir höndum. Hversu langan tíma klaltið tekur, fer nær eingöngu eftir hitastigi vatnsins. í vatni, sem er 10° C, er talið, að laxahrogn klekist á 50 dögum. Þegar hrognin eru augnuð, eru þau ekki nærri eins við- kvæm og áður. Er það siður á sumum klakstöðvuin að taka þá hrognin úr klakltössunum, setja þau í þvottabala eða annað ílát og hella siðan yfir þau vatni úr talsverðri hæð. Enda þótt hrognin þoli nú meira en áður, verður þessi harkalega með- i'erð til þess, að nokkur hluti þeirra deyr. Tilætlunin með þessu er tvenns konar. Fyrst að koma þeim hrognum, sem ófrjó eru og enn kunna að leynast, til þess að hvítna upp og koma þannig í ljós, svo að hægt sé að losna við þau. í öðru lagi að gera út af við hina veikustu einstaklinga. Er því hér um úrval að ræða. Þegar seiðin kvikna, hafa þau kviðpoka, sem í er matarforði þeirra. Hversu lengi hann endist, fer eins og allt annað eftir hita vatnsins, sem þau eru í. Gera má lauslega ráð fyrir, að þessi forði endist í hálfan mánuð. Á þessu tímabili eru seiðin hér um bil ófær um að hreyfa sig nokkuð úr stað. Hið mesta, sem þeim er mögulegt, er að slá til sporðinu, sem þau gera og óspart, þótt hægt miði. Það segir sig því sjálft, að seiðin geta ekki leitað sér ætis, enda þurfa þau ekki á því að halda, meðan þess forða nýtur við, sem náttúran hefur lagt þeim til. Jafn- skjótt og pokinn er að hverfa, fara þau að bera sig um, enda er nú ekki á annað að treysta en þá bráð, sem kemur í færi. Á klakstöðvunum er vandlega fylgzt með því, hvenær hinn náttúrlega matarforða seiðanna þrýtur. Um leið og honum Iýkur, tekur fóðrunin við. Fóðrun seiðanna, sérstaldega í fyrstu, meðan þau eru smæst, og raunar alltaf, þó að í nokkuð öðr- um skilningi sé, er hið mesta vandaverk. Seiðin geta lifað ótrú- lega lengi, jafnvel heilt sumar, án þess að fá nokkuð sem heitir,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.