Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 74

Andvari - 01.01.1948, Page 74
70 Óttar Indriðason ANDVARI Seiðunum er gefið 6—8 sinnum á dag í byrjun. Er það oft gert á þann hátt, að fjöður er stungið niður í soppuna og síð- an er hún dregin í gegnum vatnið. Mataragnirnar verða á þennan hátt mjög smáar og viðráðanlegar. Fyrst í stað gefa seiðin fóðrinu lítinn gaum, en fljóílega komast flest þeirra upp á að nota sér það. Eftir því sem seiðin stækka, er breytt um frágang fóðurs ins. Minni áherzla er lögð á að hakka lifur og milti mjög smátt, og þegar þurrfóðrið bætist inn i fóðurblönduna, breytir hún um svip. Þá koma og aðrar aðferðir til sögunnar við gjöf fóðursins. Þegar seiðin stækka, er hætt að gefa þeim jafn- oft sem áður. Um það bil sein þurrfóðrinu er bætt inn i, er þeim ekki gefið nema tvisvar á dag, kvölds og morgna. Áður fyrr var það venja að hafa handahóf á magni þess fóðurs, sem hver hópur um sig fékk. En hópur kallast það af hrognum eða seiðum, sem er í hverju hólfi eða þró fyrir sig, utan húss eða innan. Þessi skipting i hópa hefst þegar er hrogn- in eru sett í klakhúsið, og er hún höfð til hægðarauka. Jafn- óðum og hrogn eða seiði drepast, er sú tala dregin frá hinni upphaflegu tölu hópsins, en þegar fóðrunin hefst, kemur til frekari fullvissu talning sýnishorna úr hverjum hóp og vigtun alls hópsins. Þessi athugun á sýnishornum fer fram mánað- arlega eftir að fóðrun hefst. Frá útkomu þessara athugana er svo reiknaður þungi hópsins alls, fjöldi seiðanna eða sílanna í honum, til frekari fullvissu, og meðalstærð eða lengd ein- staklinganna. Þetta er allt mjög áríðandi, því að nú er löngu hætt hinni fornu aðferð að gizka á fóðurmagnið. Ákveðnar og mjög fullkomnar reglur og fyrirsagnir hafa verið samdar af hinum færustu mönnum um magn þess fóðurs, sem gefa skal laxi og ýmsum tegundum silungs undir mismunandi kring- umstæðum. Eru þessar reglur nú viðurkenndar í flestum Idakstöðvum í Bandaríkjunum. Til þess að þessar fyrirsagnir komi að gagni og séu einhvers virði, þurfa vissar upplýsingar að vera fyrir hendi, og þá fyrst og fremst þær, sem hér getur að framan, þ. e. a. s. fjöldi seiða í hverjum hóp, þungi þeirra samanlagður og meðalstærð einstaklinganna. Sjáum við þvi

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.