Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 79

Andvari - 01.01.1948, Side 79
ANDVARI Um Bjarna Thorarensen 75 Til eru ijóðskáld, sem ekki kjósa að flíka ljóðum sínum. Þau eiga leynifundi eina við ljóðadisina og njóta þá hjá henni einstakra yndisstunda; fyrir þeim heilögu leyndardómum, sem þá gerast, vilja þeir ógjarnan trúa beztu vinnm sinum og þaðan af síður öllum almenningi. Þessi skáld halda — eins og þátt- takendurnir í launhelgunum í Eleusis — að þeir muni styggja guðinn, ef þeir segi frá því, sem þeir sáu og heyrðu á stundum guðmóðs og hrifni. Þeir eru hræddir við að glata ást disar- innar, ef þeir segi öðrurn nokkurn hlut frá þeim sælustundum, er þeir áttu í návist hennar. Þess vegna eru þeir að eigin vild útlagar úr ríki viðurkenndra skálda og eiga litt samleið með skáldskap samtíðar sinnar. Það, sein þeir á annað borð kunna að lesa af skáldskap, er mestmegnis snilldarverk liðinna tíma. Þeir sælcja sína skáldmenntun aðallega til lífsins sjálfs, þvi að þeir eru oft dugandi borgarar, ástríkir eiginmenn, skyn- samir feður og forustumenn sinnar sveitar. Skáldskaparlistin er þeim sem dulrænn ómur ofar lifinu, andinn, sem sveimar yfir vötnunum. Skáldskapurinn er ekki þeirra iðn og ævistarf, og ekki skreyta þeir sig með skáldsheiti. Skáldskapurinn er þeim því ekki lífsnauðsyn í þeim skilningi, að þeir eigi afkomu sína undir honum, en einmitt þess vegna er hann þeim lifs- nauðsyn í æðra skilningi, hann er hið allra-helgasta í tilveru þeirra; þeir lifa fyrir hann, ekki á honum. Hann 'er þeirra vor- draumur, en um leið fjársjóður, er þeir luina á og leyna með meyjarlegri feimni, sams konar þeirri, er veldur launung hinn- ar fyrstu ástar. Fyrir kemur það, að þeir gerast svo opinskáir að trúa einstaka manni fyrir levndarmáli sínu, og þannig kemst upp um þá: Þeir hafa yfir kvæði í áheyrn vinar síns, þessi vinur er flugnæmur og flytur kvæðið fyrir einum vina sinna, sá skrifar það upp og gefur öðrum vini sinum uppskriftina, og — levndarmálið er úr því á alþjóðar vitorði. Sú þjóðhylli, sem þannig er til komin, er ekki fengin með erfiðismunum né aðstoð auglýsingaskrums fagurfræðinga í blaðagreinum. Hið hlédræga skáld hefur aldrei gefið út Ijóða- safn, aldrei knékropið neinum ritdómara, aldrei viðrað sig upp við neinn ritstjóra. Hann hefur ekki um sig neinn lífvörð

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.