Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 80
76 Grímur Thomsen ANDVABI trúaðra aðdáenda, enga hliðholla gagnrýnendur til að berja í brestina. En skyldi þá nokkurt skáld vera til á vorri upplýstu öld, er njóti slíkrar lýðhylli sjálfkrafa og án þess að hafa eftir henni sótzt, á öld, sem að sjálfrar hennar sögn er komin svo Iangt á menningarbrautinni, að hún leyfir engum aðvífandi rithöfundi að setjast á bekk meðal úrvalsmanna bókmennt- anna, nema liann sýni viðeigandi vegabréf, öld, sem ekki er til neins að knýja hurðir hjá, nema góð meðmæli séu fyrir hendi? Tíminn hefur nú orðið ekki á sér þann brag óspilltrar æsku, sem þarf til þess að slíkir atkvæðamenn geti orðið til og notið sín. Grísku farandsöngvararnir eru undir lok liðnir, frakknesku manljóðaskáldin dauð, keltneskir og engilsaxneskir hörpuleikarar og fornnorrænir greppar í moldu hnignir. Og el' bóla skyldi á skáldi, sem hefur til að bera þetta bljúga lítil- læti, þessa elskulegu óframfærni snillingsins, verður það fyrr en varir aldarhættinum að bráð. Hann réttir því einn fingur i augnabliks-ógáti, og það þrífur alla höndina með þeirri ein- lægni snillingsins, er æsku hans og reynsluskorti er eiginleg. Ljóðskáldin tvö, Burns og Bellmann, sem þetta átti öðrum fremur við, urðu samt alþjóð kunn. Burns geymdi ekki síns bókmenntalega sakleysis lengur en til þess er hann kom til Edínborgar. Þá varð hann tízkunni að bráð — skáldmæltur menntunarsnauður bóndi, það var nýjung að marki. En iðu- straumur tízkunnar sogaði hann í sig, og síðan varð tíminn leiður á honum. Nokkuð svipað fór fyrir Bellmann. Alkunn- ugt er skeytingarleysi hans um geymslu kvæða sinna, en engu að siður fór orðstír hans vaxandi, „Ijóð hans fóru víðs vegar í uppskriftum eða voru flutl utan bókar eftir minni“. En þegar hann var orðinn svo vinsæll sem nokkurt skáld má framast æskja sér, gaf hann út Ijóðasafnið „Fredmans Epistlar“, og úr því tóku vinsældir hans að þverra. Aldarandinn á því meiri sök á þessu en einstaklingarnir. Hann er hættur að taka snillinni með opnum örmum, eins og í árdaga. Nú er hann orðinn eins og gömul daðurdrós, sem vill láta ganga eftir sér, en á það þó stundum til að taka þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.