Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 80

Andvari - 01.01.1948, Side 80
76 Grímur Thomsen ANDVABI trúaðra aðdáenda, enga hliðholla gagnrýnendur til að berja í brestina. En skyldi þá nokkurt skáld vera til á vorri upplýstu öld, er njóti slíkrar lýðhylli sjálfkrafa og án þess að hafa eftir henni sótzt, á öld, sem að sjálfrar hennar sögn er komin svo Iangt á menningarbrautinni, að hún leyfir engum aðvífandi rithöfundi að setjast á bekk meðal úrvalsmanna bókmennt- anna, nema liann sýni viðeigandi vegabréf, öld, sem ekki er til neins að knýja hurðir hjá, nema góð meðmæli séu fyrir hendi? Tíminn hefur nú orðið ekki á sér þann brag óspilltrar æsku, sem þarf til þess að slíkir atkvæðamenn geti orðið til og notið sín. Grísku farandsöngvararnir eru undir lok liðnir, frakknesku manljóðaskáldin dauð, keltneskir og engilsaxneskir hörpuleikarar og fornnorrænir greppar í moldu hnignir. Og el' bóla skyldi á skáldi, sem hefur til að bera þetta bljúga lítil- læti, þessa elskulegu óframfærni snillingsins, verður það fyrr en varir aldarhættinum að bráð. Hann réttir því einn fingur i augnabliks-ógáti, og það þrífur alla höndina með þeirri ein- lægni snillingsins, er æsku hans og reynsluskorti er eiginleg. Ljóðskáldin tvö, Burns og Bellmann, sem þetta átti öðrum fremur við, urðu samt alþjóð kunn. Burns geymdi ekki síns bókmenntalega sakleysis lengur en til þess er hann kom til Edínborgar. Þá varð hann tízkunni að bráð — skáldmæltur menntunarsnauður bóndi, það var nýjung að marki. En iðu- straumur tízkunnar sogaði hann í sig, og síðan varð tíminn leiður á honum. Nokkuð svipað fór fyrir Bellmann. Alkunn- ugt er skeytingarleysi hans um geymslu kvæða sinna, en engu að siður fór orðstír hans vaxandi, „Ijóð hans fóru víðs vegar í uppskriftum eða voru flutl utan bókar eftir minni“. En þegar hann var orðinn svo vinsæll sem nokkurt skáld má framast æskja sér, gaf hann út Ijóðasafnið „Fredmans Epistlar“, og úr því tóku vinsældir hans að þverra. Aldarandinn á því meiri sök á þessu en einstaklingarnir. Hann er hættur að taka snillinni með opnum örmum, eins og í árdaga. Nú er hann orðinn eins og gömul daðurdrós, sem vill láta ganga eftir sér, en á það þó stundum til að taka þá

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.