Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 83
ANDVABI
Um Bjarna Thorarenscn
79
nema einn hinna mörgu miðlungsskálda, mundi nútímamönn-
um þvkja það nýstárlegt, að hann skyldi láta sér orðstír sinn
í léttu rúmi ligg'ja. En þar skjátlast nútímamönnum, þvi að
það gerir einmitt þetta kæruleysi skiljanlegt, að hann var
sannarlegt skáld. Þegar andríki skálds bregður ekki aðeins
fyrir í einstaka leiftrum, sem rjúfa þess andlegu hversdags-
flatneskju, þegar andríkið er þvert á móti eins og blossandi
hál, sem læsir sig um alla verund þess, þegar skáldeðli þess
er svo víðfeðma og samstætt, að guðdómurinn opinlierast því
ekki einungis allra snöggvast og að óvörum stöku sinnum,
heldur er því stöðugt fylgispakur eins og skugginn, ])á gefst
því aldrei tími til að verða forviða á sjálfum sér eða fá svo
ljósan skilning á sér sem títl er um þá hagyrðinga, er þann
bjarma leggur af, sein, þegar öllu er á botninn hvolft, er sama
eðlis sem birtan frá krystallsmvndunum klakans: endurskin
aðfengins ljóss. Skáldsnillingnum má aftur á móti líkja við
mann, sem heldur á ljósi i inyrkri: hann lýsir öðrum, en fætur
hans sjálfs eru i dimmunni. Aðrir geta séð, hvað í honum býr,
en hann fer allra sinna ferða með snilld og öryggi svefngöngu-
inanns, þótt ekki viti hann hætis hót til sjálfs sin.
Bjarni Thorarensen fæddist á stórbýlinu Hlíðarenda. Þeim
hæ eru sögulegar og skáldlegar minningar tengdar. Þar átti
Gunnar heima, hetjan, sem kunn er af frásögn Njálu. Hinum
upphaflega yndisþokka Fljótshlíðar, sveitarinnar, sem Hlíðar-
endi er í, hefur nágranna hennar, Heklu, ekki tekizt að eyða
til fulls, en hrörnun sú, er þar blasir við, hlýtur þó að vekja
hverjum þeim angurværð, sem verður hugsað til þess tima,
er hennar blómlega fegurð, hennar „bleiku akrar og slegnu
tún“ hrifu hug Gunnars svo mjög, að hann „vildi heldur biða
hel“ en skilja við hana. lijarni Thorarensen lýsir henni á þessa
leið í einu kvæða sinna:
Nú er flag
Fljótshlíð orðin,
íturvæn
er áður þótti,
i fjallaaur
fætur hyljast,
á grænuin fyrr
sem grundum stóðu.
6