Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Síða 88

Andvari - 01.01.1948, Síða 88
84 Grímur Thomsen ANDVARI talar hann mjög skáldlega um skyldur ungra manna við ætt- jörðina, en lýkur máli sínu með þessari tilvitnun í Ovid: -----studium qvid inutile tentas? Mæonides nullas ipse reliquit opes.1) og fleiri þess háttar ummælum, er stinga merkilega i stúf við hans eldfjöruga og jafnvel nærri því öfgafulla skapferli. En þelta voru ekki einu andstæðurnar í fari hans. Hann var fullur af andstæðum, eins og mörg mikil ljóðskáld. Sá sami Bjarni Thorarensen, sem var ljóðlistin holdi klædd, þegar svo bar undir, fyrirvarð sig annað veifið fyrir kynni sín við Ijóða- dísina, og sami maðurinn, sem orti í dag hin fegurstu og há- leitustu ástaljóð, átti það til að kveða níð um óvini sína á morgun. Hann telst sem skáld til hinna miklu ljóðmæringa, sem eiga sammerkt í því, að þeirra glæsilega hugarflug og tilfinninga: dýpt ber stundum smekkvisi og vitsmuni ofurliði. Hann er einn þeirra risa í ríki skáldlistarinnar, sem ekki er til neins fyrir smásmyglislega fagurfræði að setja reglur: þeir höggva af sér öll bönd. Með ofurmagni afburðamannsins gera þeir jafnvel sérhvert reglubrot að fegurð og frumleika, svo að það, sem mundi vekja óbeit, ef miðlungsskáld ætti i hlut, ber hjá þeim enn ríkari volt um flug andagiftarinnar og það skeyting- arleysi andans um ytra form, er leiðir til þess, að í algleymi innblástursins gefa þeir sér ekki tóm til að nostra við orð- færið. Það er því sjálfsagður hlutur, að skáldskap Bjarna ber að telja til háfleygs skáldskapar, en ekki til þeirrar skáldlistar, sem á fegurð sina samræminu að þakka, því að hans alvar- legu ltvæði eru ætíð með ástríðuþrungnum blæ, skemmtikvæði hans, t. d. skopstökur hans um Kláus vinnumann sinn,2) eklci 1) Hvl fæst J)ú við fánýta iðju? Jafnvel Hómer eftirlét engar eignir. Þýð. 2) Þessi Kláus var sltritinn náungi og jafnan fylgdannaður Bjarna, feikilega hár og digur, mesti meinhægðarmaður, en viðsjálsgripur í aðra röndina; frábærlega skrækróma. Þann mikilsverða þjónskost hafði hann til að bera, að hann varð aldrei ölvaður, hann varð aðeins saddur af drykkn- um. Einu sinni veitti Bjarni honum 30 kollur af meðalsterku púnsi, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.