Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 90

Andvari - 01.01.1948, Side 90
8« Um Bjarna Thorarensen ANDVARI livítfyssandi fjallaám og gínandi gjám, sem, þrátt íyrir sitt tignarlega yfirbragð, er raunaleg sönnun um drottinvald nátt- úrunnar yfir mönnunum. Svona er loks þjóðernið. Að vísu hefur margt hjálpazt að til að hneppa oss í ánauð og kúgun, en saml býr enn þá nokkurs konar mikilleiki undir niðri i lyndiseinkunn þjóðarinnar. Eða skyldi ekki það þolgæði í þrautum og sú staðfesta í baráltunni við náttúruöflin, sein enginn hefur enn borið brigður á, að vér hefðum til að bera, mega teljast vottur þess, og sömuleiðis það trygglyndi svo í vináttu sem fjandskap, sem guði er svo fyrir þakkandi, að enn er til vor á meðal, þrátt fyrir allt. Skáldskapur Bjarna Thorarensens ber merki alls þessa. Hann hefur sótt sitt tignarlega yfirbragð til fjallanna, orkumagn sitt til fossanna, bálhita sinn til eldfjallanna og hreinleika sinn til mjallarinnar. Skirlífisblær stjörnuhiminsins leikur um sum hans beztu ástaljóð, svo fjarlæg eru þau allri holdlegri munuð, en sum eru með nærri því suðrænum bernskublæ. Ættjarðar- ljóð hans eru öll þrótti þrungin. Þar gætir hvergi kveifarlegra kvartana, þar er ekkert reik um þokuheima fortiðarinnar, eins og í kvæðum Ossians. Þau standa föstum fótum í nútíðinni, og þar flóir ekki allt í bölsýnis-orðagjálfri. Ádeilukvæði hans og ágætu níðvísur eru svo beizk, nöpur og meinleg, að jafn- vel norrænni kaldhæðni er um megn að komast þar lengra.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.