Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 96

Andvari - 01.01.1948, Page 96
ANDVAM Árétting í þrennu lagi. „Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál árið 1944“ var upp- haflega skrifuð saman til þess að hafa til umráða heppilegt efni í forlátaútgáfu til minningar um hundrað ára afmæli pientlistarinnar í núverandi höfuðstað Iandsins, Reykjavík, þetta sama ár, 1944, en henni var jafnframt ætlað að vekja eftirminnilega athygli á þeirri óhagganlegu undirstöðu is- lcnzks máls, íslenzkukunnáttunnar, íslenzkunámsins og is- lenzkukennslunnar, sem alla jafna hefur verið kappkostað að vernda, en nú er oftlega mjög tröðkuð niður, að jafnan skuli taka orð af uppruna íslenzkunnar og myndun fram yfir orð af erlendum tungum, ef íslenzk orð.-er.u til eða verða réttilega mynduð. Því var einnig nokkuð drepið þar á ýmis atriði, er skilmálalaust verða að marka stefnu islenzku- kennslunnar, islenzkunámsins og islenzkukunnáttunnar með þjóðinni, ef ekki á illa að fara um tilverurétt hennar, án þess að ætlunin væri þó að tæma þar þetta efni nauðsynlegrar ihugunar, umræðu og ályktunar til fullrar hlítar. Bersýnilega er líka enn þörf ítrekunar og áminningar „álirærandi íslenzk- una“ og islenzkukennsluna, og veitir sennilega ekki af árétt- ingu í þrennu lagi hið fæsta. Bersýnilegt er, að þeir nær sex liundruð menn, sem að nokkru eða öllu leyti hafa lífsupp- heldi sitt af því að kenna íslenzku, verða að taka betur á kröftum sínum og kunnáttu, ef vel á að fara, þvi að svo er vissulega komið nú þegar, að mikill fjöldi af ungu, íslenzku fólki skilur miklu betur þjalarhreimkennt þvaðrið i amerísku talmyndunum en snjöllustu kaflana í Eglu og Njálu. Nefndir embættismenn þurfa að minnsta kosti að fara að hafa á sér

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.