Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 37

Andvari - 01.01.1949, Side 37
andvam Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson Oö Var um veturinn í Skálholti, og þótti honum biskup leggja ittinni hug á konungserindi en hann hafði heitið. hór Ivar um vorið norður til Skagafjarðar og fann þar Heinrik biskup °g Þorgils skarða, er þá var yfir Skagafirði, og flutti ltonungs- ntál fyrir þeim. Tóku þeir báðir vel undir og stefndu saman bændum í Skagafirði og fluttu konungsmál með Ivari. kom Þá svo, að allir Skagfirðingar og Eyfirðingar játuðu að gjalda skatt, og mestur hluti bænda í Norðlendingafjórðungi þvi- hkan sem þeim semdi við ívar.“ Má af frásögnunum af sendi- för ívars glöggt greina, að Þorgils skarði hefur nú hrugðizt Þorvarði frænda sínum, er hann í konungsnafni tók að sér héraðsstjórn norðan Öxnadalsheiðar. Jafnframt verður ljóst, hvers vegna höfundur Þorgilssögu leggur á það sérstaka áherzlu, að á Grundarfundinum hafi farið „með þeim frænd- unt vingjarnlega“ og Þorvarður verið „hinn bliðasti . Það hefur verið í síðasta sinn sem þeir töluðust við af fullii ein- f®gni og vinsemd um héraðsstjórnarmálin. í þessu efm markar ntkoma Ivars með skipunarbréfið til Þorgils umskiptin á við- horfi Þorvarðar Þórarinssonar til hans. Úr einlægum vini verður óvinur, sem telur sig svikinn og órétti beittan. Ekki er þess getið, að fundum Þorvarðar og Þorgils bæri saman á árinu 1256, en á Alþingi 1257 urðu alvarleg átök þeirra á milli, þótt ekki hlytust af vandræði þá. „Þorvarður reið austur yfir ár af þingi, og fundust þau Steinvör. hékk hún þá í hendur Þorvarði bú á Grund og allar heimildir þær, er hún þóttist eiga í Evjafirði eftir Þórð bróður sinn. Sögðu menn, að hún eggjaði hann á að halda sem hann væri dreng- Ur til.“ Um haustið settist Þorvarður að á Grund í Eyjafirði, °g kom Þorgils þá einnig brátt til Eyjafjarðar. „Þeir Þor- varður fundust, og kallaði Þorvarður þá til héraðs í Eyja- firði eftir því sem Steinvör hafði honum skipað. Þorgils vildi eigi hérað láta, „hefi ég til þess ltonungs skipan og jáorð hænda þeirra, er byggja héraðið.“ — „Þeir fundust nokkrum sinnum um haustið, og féll með þeim heldur fálega, en ávallt stilltu þeir orðum, og'á öllum fundurn var Þorgils fjölmenn- ari og hafði meiri styrlt en Þorvarður.“ Svo var það mánu-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.