Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 22
20
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
bandsland Danmerkur« merkti, samkvæmt hug og skiln-
ingi Bjarna og samherja hans, nákvæmlega ið sama, er
síðar var nefnt »frjálst og fullvalda ríki í konungssam-
bandi við Danmörku«.
Um orða-tiltækið »frjálst sambandsland« kom upp
mismunandi skilningur síðar, einkum meðal einstakra
manna, flokka eða flokksbrota, sem síðar hurfu að meira
eða minna leyti til fylgis við málstað Landvarnarmanna,
eða létu heita svo. Olli þetta miklum og löngum þræt-
um og þrefi. En skarið var tekið af um allan misskiln-
ing á Þingvallafundinum 1907.
í þessum ummælum er og fám og berum orðum
fram tekið það ið órjúfanlega traust, er Bjarni bar jafn-
an til íslenzkrar þjóðar og ávalt kom fram í athöfnum
hans á margvíslegan hátt. En einna athyglisverðast er
þó, hversu ríkt hann leggur á um traust þess, að Is-
lendingar hafi þor og þrótt til þess að verða og vera
sjálfstæð þjóð »í stjórn, list og vísindum«. Honum
gleymdist það aldrei og hafði á því vakanda auga flest-
um eða öllum fremur, að sjálfstæði þjóðarinnar var eigi
og varð eigi trygt með stjórnmálunum einum, heldur
þurfti hún jafnframt að eflast að hvers konar þarflegri
þjóðarmenning. Þess vegna ræddi hann og ritaði jafnan
um »listir og vísindi« og barðist fyrir efling þeirra alt
frá námsárum til æviloka. En margan brast skilning
á samhenginu í öllu þessu starfi hans.
Þegar hér var komið hafði stjórnarskráin með búset-
unni og ríkisráðsákvæði Albertís náð staðfesting kon-
ungs, og annar inna stóru flokka, er þar höfðu lagt á
samþykki á alþingi, kominn til valda. Var hann hæst-
ánægður með unninn sigur og þóttu uppfyltar allar
sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar; hefði hún nú fengið því
öllu framgengt í þessum efnum, er hún hefði nokkuru