Andvari - 01.01.1882, Page 135
Um lánstraust og lánfæri.
Eptir
Arnljót Ölafsson.
Lánstraust merkir, svo sem orðið sýnir, það
traust eins manns á öðrum, að kann þorir að lána honum
té sitt. Að hafa lánstraust er að hafa það traust á sér
hjá öðrum mönnum, að þeir vili ijá honum fé. Sá er
lánar heitir Ijáandi (Ijándi) og lánsali*), en hinn er
tekr að láni leigjandi, lánþegi eðr leigunautr. Orðin
gjaldtraust og skuldatraust eru sammerkíngar við
orðið lánstraust, með þeim eina sjónstefnumun eðr álits-
mun, að þessi orð lýsa því trausti lánsala, að lánþegi
muni aftr gjalda sJculd sína í réttan eindaga. J>au sjá
traustið úr sjónstað lánþegja. Lánfæri kalla eg einu
nafni öll þau tilfæri og sérhverja þá tilhögun í mann-
legu félagi, er styrkir lánstraustið, svo sem eru skuld-
bindíngar, ávísanir, skuldskeytíngar, skuldbréf, víxlar,
veð og veðmálar, vátryggisfélög, leigusjóðir, lánsfélög,
bankar o, s. frv. Enn má og nefna hér til þau skulda-
lög þjóðfélagsins, er tryggja og helga skuldarétt skuld-
eigenda og skilsemi skuldunauta, er gjöra skuldadóma
*) Orðið lánardrottirn er og stundum nú haft í sömu merk-
íng, en það þýðir eiginlega sama sem nú mun kallað
lénsdrottinn.
9*