Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 77
Odáðahraun.
71
urinn stirndi hjer og hvar á hvítar og svartar agnir
(það heíir iíklega verið gleraður trakýt og hrafntinna); í
öskunni var og sandsalli minna brunninn, líklega basalt-
kenndir hraunmolar; þessi sandur kom bezt í ljós, þegar
vatni var veitt á öskuna; þá flaut vikurinn í burt en
sandurinn varð eptir.
í öllum sveitum milli Smjörvatnsheiðar og Beru-
fjarðarskarðs fjell aska þessi meir og mjnna; hvergi urðu
menn þó allir að flýja heimili sín, nema á Jökuldal efra;
flestir fluttu sig til Vopnafjarðar; var í fyrstu gengið
frá 17 býlum, og stóðu þau öll í eyði eitt ár1. Þrem
dögum eptir öskufallið kom allsterkur vestanvindur og
hjelzt í 2—3 sólarhringa; reif þá vikurinn af hálendinu
ofan í lautir og gil, en hin smágerða aska, er fyrst fjell
og blaut hafði orðið, haggaðist eigi. Svo voru öskurif-
veður þessi dimm, að þau voru svartari en nokkur snjó-
hríð, varla hægt að komast húsa á milli; var svarta
myrkur í hverjum kofa og allt fylltist moð dusti. Eptir
veðrin sýndist öskufallið enn hryllilegra, því nú var orðið
jafnsljett yfir alstaðar; í lægðum voru öskuskaflarnir 4
álnir á þykkt og enn meir. Einhver hin mesta plága,
sem askan hafði í för með sjer, var vatnsleysið; hið
fyrsta sumar voru lækir annaðhvert stíflaðir eða ultu
fram grautþykkir af ösku. Skepnur gátu hvergi brynnt
sjer og þrifust því illa. Efst á Jökuldal fóru grös fyrst
að lifna 12—13 vikur af sumri á hæstu fjallabungum;
var það puntgresi og töðugresi og grávíðirlauf, sem fyrst
halði sig upp úr vikrinum. Fjalldiapi og lyngtegundir
allar grautfúnuðu fyrstu árin.
Áður en nokkuð frjettist um þetta gos til útlanda,
vissu menn í Európu, að eldgos hafði orðið á íslandi,
því nóttina milli 29. og 30. marz fjell aska tim mið-
bikið á Noregi og Svíþjóð. Var öskunni víða safnað og
hún rannsökuð. H. Molin prófessor í Kristjaníu liefir
1) Sbr. Andvari IX. 1883, bls. 21—23,