Alþýðublaðið - 18.12.1922, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.12.1922, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ S Gosdrykkja og alisafagerðin „Sanifas" Konungl. hirSsali. Drelckið að eins Sanitas ljúffenga sitrón. Lj ósakrónur, Borðlawpir, Vegglampar, Heogilampar, Þvottahúslampar, Batancílampar, Straujárn, i Suðuplötur, Balearofnar, Gluggaofnar. Stórt, stórt útval fyrir jólín. Hf. Bafmf. Hitl & Ljds. Langay. 20 B. Sími 830. Tntilfir og vlnntð verðlaunin Fálka 2000 kr. gefins. Tvo þúsnnd krónnr gefa eftlrtaldar verzlanlr við- eklftavinnm sínnm f jólngjöt, frá 1. dusembor. Landsstjarnan, Austurstræt 10; timi 489. Lírus G. Lóðvfgsion, Þingholtsitræti a; simi 82. E. Jscobsen, Austurstræti 9 (og Hafoarfirði); sími 119. L. H. Mviller, Austarstræti 17; slmi 620 .Björnien*, Vesturgötu 39; slmi 1091. O Elliogsea, Hafnarstræti 15; slmi 60$. Vigfús Guðbrandsson, AðaUtræti 8; aimi 470 Húsgagnaveizlunin .Áfram", Iagólfsstræti 6; simi 919. Jón Sigmundsson, Laugaveg 8; slmi 383 Jóhinn öám. Oddsson, Laugaveg 63; sfmi 339. Verzlun Jóns Þórðarsoaar, Þinghoitsstrætl 1; simi 62. Bókaverzlun tsafoldar, Austurstræti 8; sími 361. Júl. Björnsson, rafmagnráhaldaveizlun, Hafnarstræti 15; sími 837. Hattabúðin, Kolassodi; sími 880. Edgav Rict Burroughs: Tarztm snýr aftnr. hann um það. Skildu mig ekki eina eftir í bátnum með slíku dýri*. Clayton hikaði. Heiður hans krafðist þess, að hann reyndi að lífga Thuran við, og það gat skeð, að hon- um yrði ekki bjargað. Það var ekki ósæmilegt að hugsa svo. Meðan hann barðist við sjálfan sig, varð honum litið frá manninum og.yfir borðstokkinn. Hann reis á fáetur með gleðiópi. „Land, Janel* nærri þvf hrópaði hann. „Guði sé lof, landl* Stúlkan leit líka upp, og hún sá gula strönd og þétt- an frumskóg tæpa hundrað faðma 1 burtu. „Nú geturðu lífgað hann við“, mælti Jane Porter, því hún hafði líka ásakað sig fyrir að hafa varnað Clay- ton þess. Pað leið því nær hálf stund, áður en lífsmark sást með Rússanum, og hann var lengi að átta sig á því er skeð hafði. Báturinn hjó nú við fjöruna. Clayton gat staulast 1 land með fangalfnu. Hann batt hana um dálltið tré, er stóð á bakkanum skamt frá, því flóð var, og hann óttaðist að útfallið bæri þau aftur á haf út; því ekki treysti hann sér til þess að bera Jane 1 land að svo stöddu. Næsta verk hans var að skreiðast inn í skóginn, því hann sá, að þar uxu ávextir. Kynni hans af skóginum, er hann forðurh kyntist Tarzan, höfðu kent honum að þekkja æta ávexti úr. Eftir því nær klukkustundar fjar- veru -kom hann aftur með nokkra þeirra í fanginn. Það var stytt upp, og sólarhitinn var svo sterkur, að Jane vildi strax reyna að komast í land. Avextirnir hrestu þau, svo þau komust f skuggann af trénu, er báturinn var buudinn við. Þar sváfu þau til myrkurs. Þau héldu til á ströndinni í heilan mánuð, tiltölulega örugg. Þegar þau náðu sér betur, gerðu karlmennimir skýli úr greinum uppi f tré einu, svo langt frá jörðu,. að villidýr náðu ekki þangað. Á daginn söfnuðu þau d- vöxtum og gengu um kring; á næturnar lágu þaurt skýlinu, en villidýrin gengu öskrandi um skóginn alt i kring. Þau sváfu á grasfletum, og hatði Jane ofan á sér gamlan frakka; er Clayton átti, þann sama er hann háfði verið í í Wisconsinskóginum forðum. Clayton hafði skift skýlinu f tvent með greinum — svaf stúlkan öðrum megin, en þeir Thuran hinum megin. Frá upphafi hafði Rússinn sýnt allar hvatir sínar — ejgingirni, ruddaskap, hroka, bleyðiskap og lævísi. Tvisvar hafði þeim Clayton lent saman út af stúlkunni. Clayton þorði ekki að skilja hana eina eftir hjá honum eitt augnablik. Englendingurinn og unnusta hans voru sífelt hrædd, en þau vonuðust eítir björgun að lokum. Hugur Jane hvaiflaði oft til fyrri komu hennar til skógarins. Bara að skógarguðinn væri nú með þeim. Þá var ekki að óttast villidýrin eða áleitni Thurans. Hún gat ekki varist þess að bera saman vörn þá, er Clayton veitti henni, og þá vörn, er Tarzan apabróðir heíði veitt henni, hefði hann átt í kasti við Thuran. Einu sinni þegar Clayton var að sækja vatn, og Thur- an hafði talað til hennar, lét hún hugsun sína í Ijósi.’. „Þér megið vera því fegnir“, sagði hún, „að veslings Tarzan, sem tapaðist af skipinu, er flutti ykkur Hazel til Höfðaborgar, er ekki hér“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.