Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 12
/ 122 Haraldr hafði sjálfr þýddar, ok gerir Haraldr svá. Les hann nú hverja þýðingu stafrétt sem væri hún í þriðju próförk, linast nú heldr sókn hinna gráu fylkinga Benedicti, en Björn þylr rímur allt frá upphafi vega og fram at 1600. Verðr þá her Benedicti at þoka ok gerisk nú myrkt af nóttu ok hættir bardaginn. At morgni næsta dags hefr Benedictus sókn at nýju. Hefr hann nú vakit upp Smið Andrésson ok annat illþýði útlent ok magnar mjök með því at snúa illverkum þeira úr lifanda lífi í góðverk svá sem aðrir snúa faðirvorinu upp á fjánd- ann. Segir hann Smið- dýrling en Jón Gerreksson erkiengil ok enn aðra magnaði hann á sama hátt. Veit Barði nú eigi, hvat til bragðs skal taka við gjörningum þessum í líki friðar- boða. Treðr þá fram Guðbrandr acolutus ok hefr fyrir sér bein hins blessaða biskups, en Jón klerkr stökkr vígðu vatni á illþýðin. Hverfa þau aftr til upphafs síns ok ráðast at Bene- dicto ok hans mönnum. Berst Benedictus þat sem eftir er dagsins við at kveða niðr sína eigin fjánda. Næsta dag kveðr hann kappa þann úr liði sínu sér til fulltingis, er Helgi hét frá Hrafnkelsstöðum, ok bað hann gera Barða nökkura skrá- veifu svá at hann gætti sín eigi ok mætti þannig unninn verða. Kveðr Helgi sér hljóðs ok segisk hafa þar komit til Alþingis, er Barði hefði gengit til Lögbergs ok sýnt þingheimi mann nokkurn, Þorvald Þórarinsson að nafni, ok kvað Barði mann þennan hafa skrifat Njálu, hina ágætustu bók. „Er þetta hin furðuligasta dirfska", sagði Helgi, „þar eð nefndur Þor- vaklr Þórarinsson er yfirlýstr kommúnisti ok heíir at auki látit út bera ungbörn, konur ok gamalmenni“. Gerðu nú menn Benedicti mikit hróp at þeim Barða ok sögðu, at betra mundi honum at Njála hefði aldrei skrifuð verit. Gekk nú Barði sjálfr fram. Lyfti hann hægt augnalokum, en var þó stilltr vel. Kvað hann Þorvald hinn bezta dreng ok miklar álygar á hann bornar. Nefndi hann, at Þorvaldr hefði aldrei tekið við fé því til austrfarar, sem sogið var út úr ekkj- SPEGILLINN um ok munaðarlausum, slíka freisting mundi enginn íslend- ingr hafa af sér staðit nema höfundr Njálu. Ok margar aðr- ar sönnur færði Barði fram af miklum lærdómi ok hugviti fyrir því, at Njála væri rituð af Þorvaldi Þórarinssyni, en engum öðrum ella. Var gerr góðr rómr at máli Barða ok sló þögn mikla á þá Benedictum ok Helga. Báru þeir saman ráð sín ok var sem þeir mundu ætla frá at hverfa við lítinn orðstír. Þá gekk Guðbrandr acolutus fyrir Barða ok bauðst til at fara yfir til óvinanna ok njósna nökkut um ráðagerðir þeira. Leyfði Barði þat. En eigi var Guðbrandr fyrr kominn í flokk Benedicti en þeir slá upp tjöldum ok draga at sér vistir ok gera svá umsátur um Borgarvirki. Þykjast þeir Barði þá vita, at Guðbrandr hafi eigi verit heill í ráðum, en borið njósnir á báða vegu ok er hann ór sögunni. Líða nú tímar fram án þess at nökkut dragi frekar til tíð- inda ok léttir Benedictus eigi umsátrinu, en hefr nær því lok- it við at semja nýja bók um sakamenn á íslandi allt frá land- námstíð, sem verða skal jólabók hjá Norðra. Hyggsk hann gefa Haraldi upp sakir allar, svá at hann geti lesit prófarkir af bókinni. Líður svá at hausti. Gengr Fiðr einn dag fyrir Barða ok segir vistir allar at þrotum komnar. Sé eigi annat eftir en eitt m----- Hér lýkur þá skóbótarblaði Heiðarvígasögu, þeim megin sem vér gátum lesið við röntgenlýsingu, en fræðimenn vorir gátu eigi stafað sig fram úr. Er þá sagan öll. En eigi að síð- ur er óleyst hin mikla gáta í þessum fræðum, hvort Barði hafi kastað mörsiðri eður ei. Það sem eftir var af vistum nefnir Fiðr — sem er sama og Finnur — „eitt m--------“, en þar er skóbótin slitin á hælnum. Verður því aldrei sannað, hvort Finnur hafi sagt „eitt möðsiður" eða eitthvert annað góðgæti. Allir munu harma, að skóbótin skuli vera slitin á svo óheppilegum stað. Vér verðum því að láta hugmynda- flugið fylla upp í eyðurnar sem áður og styrkja Halldór á Þverá og alla sanna Húnvetninga eftir getu í þeirri trú, að það hafi verið mörsiður, sem Barði kastaði í hausinn á Bene- dicto á sínum tíma. Og hafi Barði ekki gert það þá, á hann vonandi eftir að gera það. 1 guðs friði. Séra X, óháður.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.