Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 14
124 SPEGILLINN ÁRSUPPGJÖR I LEIKLIST Blöð og tímarit hafa tekið upp þann háttinn að gera upp leiklistina í höfuðstaðnum eftir árið, og héldum vér þó, að leikdómarar vorir hefðu verið búnir að tala nóg af sér, þótt þeir færu ekki að gera yfirlit yfir það á eftir. En hitt er dag- sanna, að ekki veitir af vorhreingerningum í leiklistarmál- um vorum og dugar þá enginn ryksuga, heldur hinir traust- ustu teppaspaðar. Þar sem vér höfum nú viljað teljast með listasérfræðingunum — og kannske höfum vér skrifað einna skynsamlegast, þegar öllu er á botninn hvolft — þá viljum vér líka vera með í ársuppgjörinu eftir dúk og disk eins og vanalega. Kannske vér finnum eina og eina falsaða faktúru, sem öðrum hefur yfirsézt. Til dæmis virðast allir hafa gleymt bæði Bláu stjörnunni og S.K.T., sem mörgum finnst beztu skemmtanir bæjarins. Munurinn er bara sá, að á öðrum staðnum er drukkið, en hinum ekki. Mánudagsblaðinu finnst Bláa stjarnan betri, en Halldór á Kirkjubóli mun aftur vera hneigðari fyrir S.K.T.-kabarettinn. En sem sagt hafa menn einkum kappkostað að gera upp Leikfélagið og Þjóðleikhúsið. Með Iðnó gömlu er nóg að gera, því að þar er hægt að halda Kóka-kóla- og sítrónböli. Verra er að hugsa upp ráð til að þjóðnýta Þjóðleikhúsið, helzt væri líklega að gera það að SÍS-Fílíali. Trúum vér eigi fyrr en vér tökum á, að Framsókn gefi upp þetta mikla borgarvirki bardagalaust. (Æi-já, Fílíali þýðir útibú, það er latína.) Leiklistarfræðingar vorir hrifust mjög af listinni í Iðnó annaðhvort af gömlum vana eða þá til að geta sallað meiru á Þjóðleikhúsmenn — öðru nafni mösterisriddarana. Hins vegar sýndist oss Þorsteinn Ö, Einar Pálsson, Gunnar Eyj- ólfsson og Rúrik Haraldsson vera svipaðir á báðum stöðun- um, nema hvað Þorsteini mun hafa fundizt eitthvað heimilis- legra þar, því að það tekur alltaf nokkurn tíma að venjast nýjum beitarhögum. Aftur á móti þurftu hinir ekki að taka neinum lífsvenjubreytingum, þar sem engar voru fyrir hendi. Mátti t. d. ekki á milli sjá, hvort Einar kynni betur við sig með Herdísi í fanginu í Þjóðleikhúsinu (Konu ofauk- ið) eða Kötu Thórs í Iðnó (Önnu Pétursdóttir). En glöggt var það, að hann vissi ekkert, hvað hann átti að gera við Kötu, því að þegar hún hljóp alveg óforvarandis upp í fang- ið á honum, leit Einar í kringum sig eins og til að leita að stað, þar sem hægt væri að leggja hana frá sér. Augabrún- irnar á Gunnari voru í sömu hæð á báðum stöðunum. Aftur á móti var hann slappari í hnjáliðunum uppi í musteri. Aðrir leikarar öxluðu skinn sín fyrir fullt og allt og stigu ekki fæti Með gegnvotan sundbol er gengið um giituna, rétt upp á sport í laumi á barminn er litið. Þar ljómar nú merki vort. Þá er nú þetta búið. Já, það var nú annaðhvort. Grímur. sínum framar í Iðnó. Voru það náttúrlega hinir eiginlegu musterisriddarar af St. Guðlaugsorðu. I musterinu var kynt undir öllum kötlum og drif á öllum hjólum. Þó varð ekki veruleg hætta á að stimpillinn gengi niður úr vélinni, fyrr en Anna Borg kom til, þá lék líka allt á reiðiskjálfi, svo að breyta varð musterinu á svipstundu í grunnmúrað, fokhelt og eldtraust Borgarvirki. Enda var aðsóknin að því hörð og linnti eigi fyrr en Stefanó Islandi kastaði út mörsiðrinu á síð- ustu stundu, með því að taka ekkert fyrir söng sinn. (Reynd- ar sá Stefán það í hendi sér, að ekkert var þar að taka, — kassinn kominn til Danmerkur og því eins gott að ganga í hann þar.) I upphafi komu þrjú íslenzk leikrit fram í hinu nývígða musteri, Nýjársnóttin, Fjalla-Eyvindur og íslandsklukkan. En það var eins og gömlu leikritin kynnu ekki við sig í hinu nýja umhverfi, og hurfu aftur skjótt. Haraldur var að vísu mjög svo þokkalegur Arnes, nema þegar hann fór að biðja Ingu á steininum. Yfirleitt fóru bónorð mjög svo út um þúf- ur í Þjóðleikhúsinu og er mönnum hér með ráðlagt að leita sér kvonfangs- einhvers staðar annars staðar, ef þeir vilja ná góðum árangri. Islandsklukkan gekk út á það, að reyna að sarga höfuðið af Brynjólfi, en ekkert gekk, og tók Brynjólfur höfuðið með sér í leikslok, enda virtist ekki mikill slægur í því. I Konu ofaukið var eiginlega öllum leikurunum ofaukið nema konunni, henni Arndísi, og svo Róbert. Yóru allar per- sónurnar meira og minna ruglaðar og hafa leikdómararnir orðið fyrir áhrifum af þeim, því að þeim þótti töluvert til leiksins koma. Óvænt heimsókn þótti ýmsum helzti óvænt, því að þar var som allir hefðu týnt niður hinni litlu leikkunnáttu sinni nema Indriði og Valur. Jón Arason féll sem kunnugt er, en flestir höfðu þó búizt við, að gamli maðurinn hefði fallið með meiri prýði en raun varð á. Flekkaðar hendur þóttu mjög fínar, af því að þær voru eftir Sartre, sem nú er mjög í tízku. Þó fannst sumum hér miklu fremur um óhreinar hendur að ræða. Og mundi Stalín bóndi sjálfsagt hafa skrifað undir það, að boðskapurinn hafi ekki verið sem hreinastur. I Pabba og mömmu voru þau Alfreð og Inga í essinu sínu, líklega á vel við þau að eiga svona stór og mannvænleg börn. 1 Sölumanninum vann Indriði alveg eins og hestur, en ekk- ert seldist, og aðgöngumiðarnir ekki heldur, því að þá var Anna Borg komin til skjalanna. Var þar Indriði inniklemmd- ur milli heilagrar Önnu Borg og hinnar óheilagri Önnu Borg, enda fór svo að Indriði sturlaðist að lokum sem sölumaður og lagði sig fyrir bíl á fullri ferð. Aftur á móti hafði Tómas Hallgrímsson vit á að hætta sér ekki í samkeppnina við heilagleikann og dró sig í hlé með Dóra til næsta hausts, og kemur þá Ó, Dóri (öðru nafni odor, odeur, því að hann er svo næmur á alla lykt) vonandi með fullum krafti með bómull í nösunum inn á sviðið.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.