Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 17
BPEGILLINN 127 GENGIÐ A VIT MERKISKONU Það sem af er sumrinu hefur verið mikill annatími hjá frú Hallbjörgu Blindskers. Hún hefur þurft að fylgjast vel með þróun íslenzkra menningarmála og landkynningar á erlend- um vettvangi. Það hefur glatt hana ósegjanlega að í þessum efnum hefur verið stöðugur stígandi, allt frá því að lágmark- inu var náð í Rínarlöndum, sem nú er að fyrnast yfir. Sem stendur er frúin þó heima, enda segir hún að alltaf sé bezt að koma heim, og þar talar hún af reynslu, því í utanferðum kemst Huseby aldrei í hálfkvisti við hana, þótt hann ætli nú til Berlínar, ef leyfi fæst, og síðar til sjálfrar Aþenu, en þeir sem fara oft utan koma oft heim og geta því úr flokki talað, hvernig það sé. Það er fróðlegt og skemmtilegt að tala við eða ganga á vit þess fólks, sem víða fer, því sjóndeildarhring- urinn verður svo víður og kotungshátturinn verður að heims- borgarabrag, sem er ólíkt betri. Og þess vegna fór ég til frú Hallbjargar, til þess að geta miðlað lesendum blaðsins ein- hverju af skoðunum hennar á málefnum nútímans. En þessi frásögn verður ekki viðtal á hefðbundinn hátt, heldur fá- skrúðugt inntak alls þess, sem mér auðnaðist að fræðast um. Ekki þarf að taka það fram, að Hallbjörg les mikið og um margvísleg efni. En þar sem hún umfram allt er svo listræn les hún með athygli þau rit, er um þau efni fjalla, bæði Land- vörn og Líf og list. Ekki telur hún þó réttmætt að setja Rúmensku stúlkuna í sama flokk og Þorgeirsbola, eins og Jónas vill, því úr þessu geti orðið ný stefna í íslenzkri list, einhverskonar Þorgeirsbolismi, sem hlýtur að vera alger andstæða hinnar eyfellsku stefnu í listþróun vorri, en hún er nú ofarlega á baugi. En við þetta er erfitt að fást, þrátt fyrir góðan vilja. Ekki er þó allt að marka, sem sagt er, eins og ekki verður með öruggri vissu upplýst hvað Khatsjatúrían hefur skrifað um dr. Pál, en þar verður hver að hafa það fyrir sannleika, sem hann trúir. Þá eru íþróttamálin ofar- lega í Hallbjörgu yfir sumartímann, þegar sekúndur og sentímetrar eru aðalinntak fréttanna í blöðum og útvarpi. Þar ber hún einnig fleiri en oss fyrir brjósti, svo mjög sem það gladdi hana að lesa símskeytið um kúluvarpshéraðsmet- ið í Haugasundi, hvorki meira né minna en 14,17 í metrum. Og svo voru það þeir amerísku, er fóru héðan með 10 sigra og 2 ósigra, en Hallbjörg fær ekki skilið, hvers vegna þeir fóru með ósigrana með sér. En Hallbjörg lætur sig líka bók- menntir miklu skipta og les líka Samvinnuna, því þar er stundum sitt af hverju með afbrigðum gott. Þegar komið er að dyrunum á Gróðamel 13 gefur að líta Aftur sló Guðmundur Jónsson sér upp sem Rígólettó og sýndi með því, að það er víðar hægt að syngja í óperum en í Kaup- mannahöfn og London. Ævar ætlaði líka að syngja, en hefur annaðhvort gleymt því eða haft grammófón á bak við, sem bilaði, því að enginn heyrði í honum. Allir aðrir léku og sungu eins og þeim væri borgað fyrir það. Þegar á uppgjörið er litið má segja að starfshættir Þjóðleikhússins fyrsta árið séu þó ívið betri en hjá Tóbakseinkasölu ríkisins. skrautker beggja vegna, með hinum fegursta gróðri, en hvorki blómin í Fegrunarfélagskerunum í Lækjargötunni né kerin sjálf komast þar í samjöfnuð. Sýnir þetta, að ekkert Fegrunarfélag, hversu fjölmennt sem það er, stendur Hall- björgu á sporði í umgengnismenningu allri. Blómin eru blönduð fylltri angan og er af þeim þessi ísúri sæti þefur, sem ekki finnst af venjulegum blómum. Þegar inn í forsal- inn kemur er þægilega hljótt, því hér er kyrrðin staðbundin. Hingað berast engar rokur í síbylju utan úr áttleysunni, þótt stormasamt sé úti og hrikti í venjulegum húsum í grennd- inni. Svo vel er frá öllu gengið. Maður finnur það strax, að í þessu húsi ríkir eitthvert óskiljanlegt dulræði, sem þó sam- lagast hámenningu sannra heimsborgara. Og þá er ég kominn að þeim þætti, sem venjule'ga er tekinn fyrst, nefnilega byrjuninni. Þegar maður hefur áttað sig á öllu í forsalnum drepur maður hljóðlega á dyr, þar sem frú- in situr fyrir innan og það ekki í neinni smákytru. Þegar inn kemur virðir maður hana fyrir sér og getur ekki gert sér í hugarlund, að þessi kona hafi einu sinni verið umkomulaus og eiginlega utan við menningarstraumana, sem þó voru líka fremur umkomulausir í hennar ungdómstíð. En upplagið var gott og Hálfdán var ótrúlega heppinn með öll sín fjáröfl- unarplön. Það flökrar því að manni, að kannske sé það nú eiginlega hann, sem sé hinn virkilegi menningarfrömuður, og ef maður leggur við eyru þarna inni, þá getur maður heyrt þiðmjúkan kliðinn frá honum úr næstu stofu, þar sem hann hefur fengið sér lúr í stólnum, þreyttur eftir að afla þess, sem er afl þeirra hluta, sem gera skal. En maðurinn er ekki alltaf einn og gott er það, vegna menningarinnar. Svo rennur það upp fyrir manni, að hakan á frúnni er eins og stef í sögusinfóníu, eða eins og hægt væri að hugsa sér það, því ég efast stórlega um, að í slíkri sinfóníu sé nokkurt stef svona upp á gamla móðinn, heldur koma tónarnir, ef tóna skyldi kalla, eins og rokur í síbylju, þetta þrjár.eða fjór- ar rokur í hverri, hvort sem það stafar frá listrænni arfleifð vorri eða nýsköpun, sem runnin er upp úr eðli tónskáldsins, en þar sem þetta er í sjálfu sér mikið rannsóknarefni, þá fer ég ekki lengra út í það. En hitt er staðreynd, að inn um glugg- ann kemur stór geisli, eins og vera ber í slíku húsi. Þegar Hallbjörg var umkomulaus kom bara einn og einn smágeisli inn um gluggann hennar, — þeir voru raunar prúðir og hátt- vísir, þótt smáir væru, en þeir áttu fvrir sér að stækka, ef þetta eru þá sömu geislarnir. En svo býður maður frúnni einn góðan og segir svona rétt til að hef ja samtalið, með ein- hverri almennri athugasemd: — Mér sýnist sólin alltaf vera að stækka hérna á Gróða- melnum. Hallbjörg brosir dulræðu brosi, næstum því eins og Mona Lisa, sem frægt er orðið. — Já, finnst yður ekki. Mér hefur fundizt þetta líka, en ekki viljað hafa orð á því fyrr en ein- hver gáfaður rithöfundur eða blaðamaður kvæði upp úr með það. Mér finnst því rétt að við fáum okkur einn lítinn í til- efni dagsins.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.