Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 18
12B SPEGILLINN Dýrðaróður til Parísar Heill þér, París, himinglæsta borg með háan dýrðarljóma um gullin torg, með list og ást og sól og vín og söng, og sveipuð pelli, dýrleg bogagöng. í sólskinsóði sál mín lieilsar þér, (sama, hvar á hnettinum ég er). Mitt ljóð er veikt, en þú ert stór og sterk og stöðug, eins og drottins sigurverk. Og göfgi þín í Signu speglar sig; — Signa er fljót, sem rennur gegnum þig. Mót himni guðs sig réttir turn við turn, (og til livers fjandans; mér er bara spurn?) Og himinn drottins hvelfist yfir þér, heiður, blár og víður (eins og vera ber). Og stjörnuljósin, heimsins fegurð hæst á himni þessum brosa tignarglæst. Og Ijóð mitt vakir, veikt og tæpt og stutt, (en með viðeigandi hátíðleika flutt). Ó, París, París, heimsins hæsta borg, með lielgan sigurljóma um dýrleg torg. Og alheims ljósdýrð skærst og fegurst skín og skíru gulli vefur stræti þín. Og við þitt dýra hjarta hýsir þú herra Gunnar Thoroddsen og frú. Dóri. Svo fer frúin að leita að kokkteilnum og finnur hann alls staðar. Eftir langt og skemmtilegt og fróðlegt samtal kveður mað- ur frúna og þakkar fyrir allt gott manni auðsýnt, en hún er kát og kemur manni á óvart með því að segja blátt áfram Hí gutti, sem ber þéss vitni að séra Handanvatna sé henni hugstæð sögupersóna. Bob á beygjunni. AKUREYRINGAR eru margir hneykslaðir yfir því, að Morgunblaðið skuli hafa fengið leyfi til að reisa gamlan sjóskúr utan úr Hrísey við eina aðalgötu bæj- arins. Oss skilst hér vera um söluskúr að ræða, og þá ekki úr vegi að nota einmitt beituskúr. EGYPZK DANSMÆR hefur verið svipt vegabréfi fyrir það að auglýsa sig sem „uppáhalds- dansmey Farúks konungs". Er þetta ekki nema sanngjarnt, þegar Fa- rúk ræfillinn er nýgenginn í heilagt hjónaband, og ekki von að honum líki það vel að láta vera að auglýsa kvensemi hans út um horg og bý, meira en þegar er orðið. ÞRIGGJAÁLNAMENN eru í þann veginn að stofna með sér félagsskap, sem á að heita „Fé- lag sexfetamanna" (og þykir oss gæta engilsaxneskra áhrifa í nafn- inu). Síðustu fregnir herma, að tregt gangi með félagsstofnunina, og má þá segja, að þeim sé skömm að lengdinni. Er jafnvel verið að tala um að taka í félagið tvo menn í einu númeri, til drýginda. BLAÐAMÁL talsvert hefur orðið út af giftingu dóttur Stalíns. Segja íhaldsblöð- in, að bi'úðkaupið hafi langsamlega slegið út brúðkaup Farúks af Egyptó, og staðið í hálfan mánuð — eftir sumum heimildum — en viku, eftir öðrum. Brúðarkjóllinn (sennilega fenginn frá Ameríku með láns- og leigukjörum) hafi kostað milljóhir króna o. s. frv. Meira að segja birtir Moggi mynd af brúðinni, standandi fyrir utan lúxusinn sinn. Þetta er þó bersýnilega falsmynd, að minnsta kosti er hún ekki með pípuna í munninum, og er því sennilega alls ekki dóttir Stalíns. THOR HEYERDAL, forstöðumaður KON-TIKI-leiðangursins fræga, hefur nú fengið á sig milljónakröfu frá dansmey einni á Papetee-eyju, sem dansaði húla- húla-dans fyrir þá félaga og var auðvitað innlimuð í lcvikmynd, er þeir tóku og sýndu síðan. Geta má þess til, að Heyerdal hafi orðið fau við svona kröfu, en vér íslendingar megum vera stoltir yfir þvi, að Jón Leifs skuli loks hafa lagt undir sig Suðurhafseyjasvæðið, sem jú ligg- ur á hinum helming jarðai'. Mætti jafnvel fara að tala um, að hann „stefndi að heimsyfirráðum". Sumarfrí (— sumra jrí). Vors í blíða blænum berst mín sál á kreik, ekki aldeilis smeyk, því unnustinn er ekki í bænum. Vors í blíða blænum bregður sér margt í leik og unnustinn enga sveik, nú sinnir liann sveita-hænum. Vors í blíða blænum herst mín sál á kreik, en alltaf örlítið smeyk þá unnustinn er í bænum. Kr. --------------------------------------------—* Ritstjóri: Pdll gkúlason Teiknari- Halldór Pétursson Ritstjórn og aígreiðsla: Smdragötu 14 - Reykjavík Sími 2702 (kl. 12-13 dagl) Árgangurinn er 12 blöð : um 240 bls. - Áskriftarverð kr, 50 Einstök blöð kr. 5.00 - Áskriftir greiðist fyrirfram - Áritun : SPEGILLINN, Pósthólf 594 - Reykiavík - Btaðið et prantað í Isafoldarprentsmiðju h.f.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.