Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 20
XXVI. B. 5 PEG I LLI N N H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS AUKAFUNDUR Aukafundur í Hlutafélaginu Eimskipafélag Islands, verður lialdinn í fundarsalnum í liúsi félags- ins í Reykjavík laugardaginn 17. nóvember 1951 og hefst klukkan 1,30 eftir liádegi. DAGSKRÁ: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 2. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags Islands. Aðgöngmniðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum liluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 14. og 15. nóvember næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. « Reykjavík, 6. júní 1951. STJÓRNIN. Samkeppni um skjaldarmerki fyrir Ileykjavíku rbæ Bæjarstjórn Reykjavíkur heitir verðlaunum fyrir beztu tillögu og uppdrátt af skjaldarmerki fyrir Reykjavíkui-bæ. Merkið þarf að vera heppilegt til notkunar í fána, opinber innsigli og til prentunar á bækur og skjöl. Teikningar skulu vera tvær af liverju merki, æskilegt er, að önnur sé mn það bil 20—30 cm. (merkið sjálft), hin í innsiglisstærð. Stærri teikningin þarf að sýna litasamsetningu í fána. Teikningum ber að skila í teiknistofu skipulagsdeildar bæjarins, Ingólfsstræti 5, fyrir kl. 5 e. b., l. október n. k., báðar auðkenndar dulmerki listamanns, en nafn Iians og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Verðlaun fyrir beztu tillögur að dómi dómnefndar verða þrenn, 1. verðlaun kr. 4000,00, 2. verðlaun kr. 2000,00 og 3. verðlaun kr. 1000,00. Óski dómnefnd að kaupa óverðlaunaða tillögu, greiðist kr. 500, fyrir hana. Dómnefnd skipa 6 menn og er forseti bæjarstjórnar formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn: Formaður orðunefndar, forstöðumaður skiplagsdeihlar bæjarins, skjalavörður bæjarskjalasafns og tveir fulltriiar tilnefndir af bandalagi íslenzkra listamanna. Fyrirvari er tekinn um það, að engin skuldbinding felst í þessari auglýsingu um að nota verðlaunaða teikningu óbreytta, hins vegar er áskilinn réttur til að nota verðlaunaðar bugmyndir eftir samkomulagi við höfunda þeirra. Reykjavík, 28. júlí 1951. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.