Spegillinn - 01.12.1954, Page 50

Spegillinn - 01.12.1954, Page 50
222 SPEGILLINN MARK TWAIN: Kærastinn hennar Árelíu Efni þessarar sögu barst mér í bréfi frá ungri stúlku, sem á heima í hinni fögru borg San José. Eg þekki kvenmanninn alls ekki neitt, en hún undirskrifar bréfið „Árelía María“ — sem getur eins vel verið dul- nefni. En hvað sem um það er, þá er stúlkuskepnan næstum orðin viti sínu fjær af öllu því mótlæti, sem yfir hana hefur dunið, og ennfremur svo rugluð af hinum margvíslegu ráðum aðstandenda sinna, að hún veit ekki upp né niður um, hvernig hún eigi að losa sig úr þessum vef af erfiðleikum, sem hún virðist flækt í um alla eilífð. í þessum vanda sín- um snýr hún sér til mín, til þess að beiðast hjálpar, og grátbænir mig um leiðbeiningar og ráðleggingar, og það með svo hrærandi mælsku, að hún gæti fengið steinstyttu til að komast við. En komum að sögunni: Þegar hún var sextán ára gömul, kynntist hún ungum manni, og varð svo dauðskotin í honum, að slíks munu fá dæmi. Maðurinn var frá New Jersey, og hét Williamson Breckinridge Carruthers. Hann var eitthvað sex árum eldri en hún. Þau trúlofuðust, með samþykki vina og vanda- manna, og um nokkurt skeið virtist svo, sem æviferill þeirra myndi verða rósum stráður og lausari við hverskyns sorgir og áhyggjur en almennt gerist. En þá snéri gæfan við blaðinu: Carruthers hinn ungi fékk bóluna, og hana vonda, og þegar hann loks reis upp af sjúkrabeði sínum var andlitið á honum holótt eins og vöflujárn, og öll fegurð hans farin út í veður og vind. Fyrst datt Árelíu í hug að segja honum upp, en meðaumkunin með veslings manninum kom því þó til leiðar, að hún samþykkti að fresta giftingardeginum um nokkurn tíma, „ef ske kynni . . .“. Daginn áður en brúðkaupið skyldi standa var Breckinridge að horfa á loftbelg, sem var á flugi. Gætti hann ekki nægilega að sér og datt ofan í brunn, með þeim árangri, að hann fótbrotnaði, og varð að taka af hon- um fótinn fyrir ofan hné. Aftur ætlaði Árelía að segja honum upp, og aftur hrósaði ástin sigri, og aftur var brúðkaupinu frestað um nokkum tima. En þið skuluð ekki halda, að ógæfan hafi verið hætt að liggja í leyni fyrir veslings unga manninum. Næst missti hann annan handlegginn, þannig, að of snemma var skotið einni fallbyssunni, þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Og áður en þrír mánuðir voru liðnir lenti hann í kembingarvél, sem reif hinn handlegginn af honum. Eins og geta má nærri, ætlaði hjarta Árelíu að springa, þegar ólánið elti þau svona grimmilega. Hún var frá sér af hryggð, er hún sá kærastann yfirgefa sig þannig smátt og smátt, þvi hún sá eins og var, að ekki gat hann enzt lengi með þessu móti, ef alltaf væri klipið af honum meira og meira. Samt yissi hún ekk- ert ráð til að stöðva þetta, og í örvæntingu sinni fór henni eins og manni, sem hefur keypt meingallaðan hest, að hún fór að óska þess, að hún hefði aldrei tekið manninum meðan hann var í heilu líki. Samt stillti, hún sig, og ásetti sér að þola þessa óeðlilegu tilhneigingu kær- asta síns dálítið lengur. Enn nálgaðist brúðkaupsdagurinn, og enn komu vonbrigði: Car- ruthers fékk heimakomu, og missti sjónina fyrir fullt og allt. Vinir og vandamenn brúðurinnar álitu nú, að hún hefði þegar sýnt alla þá þolin- mæði, sem sanngjarnt væri að heimta, og ákváðu, að trúlofuninni skyldi slitið, en eftir að Árelía hafði verið í vafa nokkra stund, skal það sagt henni til maklegs hróss, að hún kvaðst ekki sjá, að þetta væri neitt manninum að kenna, og vildi halda trúlofuninni áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Eftirtaldar vörur CTVEGUM VIÐ M.A. V efnaðarvörur GirSingarefni Útgerðarvörur SmíSaverkfæri Iðnaðarvörur J árnvörur Búsáhöld SkófatnaS Lyfjavörur Tilbúinn fatnaS Sportvörur Garn Sjófatnaður Kol Vélareimar Vélar Slöngur og varahluti Byggingarvörur í Victor Dieselvélar Margskonar vefnaðarvörur fyrirliggjandi. ÁSGEIROLAFSSON Reyhjavík . Sími 3849 . Símnefni AVO

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.