Spegillinn - 01.01.1957, Qupperneq 5
VELVAKANDI
Morgimblaðsins liefnr hneykslazt gífurlega
á gamanþætti, sem fluttur var í útvarpið
á gamlárskvöld og segir, að svona bók-
menntir geti í hæsta lagi gengið á árshátíð
togarásjómanna. Mun mega taka þessi um-
mæli sem staðfestingu á þeim sannleika,
að Ólafur Thors sé nú hættur að gera út
togara, og geri í hæsta lagi út áróðrabáta.
SKÁLHOLTSKIRKJ A
liefur undanfarið —- og revndar um all-
langan aldur - verið hálfgerður garmur;
þótt kannske sé guðlast að taka þannig til
orða. Teikning að nýrri kirkju var gerð
í fvrra, en þó vitanlega ekki messufær, svo
að í lagi sé, og bygging hins nýja guðshúss
mun taka mörg ár, nema nýja stjórnin
finni upp einhver nýjan skatt til hygging-
arinnar. Var því horfið að því ráði að inn-
rétta bráðabirgðakapellu í hinu nýja svo-
kallaða biskupshúsi á staðnum ekki er
neinn biskupinn hvort sem er, og á þettá
að duga fyrst um sinn. Hefur fyrsta bráða-
birgðamessan þegar farið þarna fram og
har ekki á öðru en allt fsgri vel.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
segir, að almenn ánægja liafi verið á ráð-
herrafundinnm í París með afstöðu Islands
til Atlanzliafsbandalagsins. Þessn viljum
vér vel trúa, að fundarmenn hafi brosað
í kampinn, þegar fulltrúi Islands var að
éta ofan í sig það, sem nýhúið var að kjósa
hann til þings upp á.
SJÚKLINGUR
sem lá í sjúkraliúsi einu í höfuðborginni
fyrir nokkru, kvartaði einn daginn um sult
og sannaðist þá, að hann hafði fengið mat
sinn en engar refjar, eins og vant var. Loks
rann upp ljós fyrir lionum: Hann hafði
ekki fengið Moggann um daginn og af því
stafaði sulturinn. Oss virðist sem hér hljóti
að hafa verið um að ræða einhvern blaða-
mann frá því ágæta blaði, sem liefur haft
þá atvinnu að éta ofan í sig það, sem í því
stendur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
gat þess í lofgrein kring um áramótin, að
ísfirma eitt hefði tekið upp þá nýbreytni
að framleiða ístertur eftir pöntun og senda
heim fvrir jólin: væru tertur jiessar ýmis-
legar að lögun og bragði. Þetta er sízt of-
mælt: að minnsta kosti höfum vér séð eina,
sem var eins og Hamrafellið í lögun og
með gróðahragði.
HANNIBAL OG LÚÐVlK
hafa talið sig samþykka frestun á hrott-
flutningi varnarliðsins og „telja aðstæður
ekki hepþilegar nú til að tryggja brottför
þess“, lesum vér í Alþýðublaðinu, sem er
sýnilega hreykið yfir þessum sinnaskiptum
kommanna. Einnig vér erum fullir skiln-
ings á þessu ■fyrirbæri, því að hver ætti að
vernda þá kumpána fyrir Hermanni, ef
varnarliðsins missti Aið. Að minnsta kosti
myndi enginn innlendur maður fást til
þess.
PIETRO NENNI,
hinn nafnfrægi ítalski kommi, hefur nú
cndursent Stalinsverðlaunin, sem hann
fékk fyrir nokkrum árum, til' þess að mót-
mæla „fvrir sitt leyti“ meðferð Rússa-
kommanna á Ungverjum. Finnst oss aðdá-
unarvert, að Nenni skyldi ekki vera búinn
að eyða aurnum fyrir löngu, en kannske
er hann kapítalistakommi. Mogginn er eitt-
livað að lýsa eftir því, að ónefnt íslenzkt
skáld, sem sömu verðlaun hefur hlotið, fari
eins að. Vér skorum á skáidið að hafa þessa
áskorun auðvaldspressunnar að engu. Það
er engin ástæða til að fara að flytja aura
til Rússlands; Krúséff drekkur nóg, án
þess.
HEIMSMEISTARINN
í sleggjukasti var hér á ferðinni fyrir
skömmu og hélt fyrirlestra um íþróttir,
sýndi íþróttakvikmyndir og sat samsæti í
Moskó. Ennfremur veitti hanii innfæddum
sleggjukösturum nokkra tilsögn í grein
sinni, og sýnir það ósíngirni hins sanna
íþróttamanns, þar sem liann getur alveg
eins átt von á, að einhver lærlingurinn slái
liann vit í næstu Ólympíu. Talsverður und-
irbúningur hafði verið hér af liálfu íþrótta-
manna undir komu þessarar heimsstjörnu,
meðal annars hafði verið safnað saman
allverulegum birgðum af óbörðum harð-
fiski handa honum að spreyta sig á. Verð-
ur liann síðar seldur með yfirprís, undir
nafninu Ólympíuriklingur.