Spegillinn - 01.01.1957, Qupperneq 6
4
SPEGILLINN
FRÁ PRAG
cða Pröhu er os» eímað, að til mikilla slags*
mála hafi dregið þar fvrir nokkru, í ýms-
um búðum borgarinnar um handklæði, sem
þar höfðu komið og í fyrsta sinn undir
regíménti kommanna. Var þetta eingöngu
gamalt kvenfólk, sem þarna áttist við, sem
eðlilegt má telja, þar sem hið yngra vissi
alls ekki, hvað handklæði voru.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
sem nýskeð fíraði sextugsafmæli sitt, fékk
af því tilefni myudarlega afmælisgjöf frá
Reykjavíkurbæ, eða lóð undir leikhús við
Barónsstíg og Eiríksgötu. Nú kemur það
á daginn, að bindindismenn hafa fengið
næstu Ióð, með því fororði að á leikfélags-
lóðinni (sem nú er orðin) skyldi reisa bæj-
arbókasafn, og þykjast bindindismenn
brögðum beittir, ef þeir eiga að fá leiklist-
ina í nábýli í stað bókaramenntarinnar.
Oss finnst engin ástæða til að amast við
þessu. Hver veit jafnvel nema stúkimum
kunni að fénast einn og einn leiklistarmað-
ur í misgripum.
MIÐSTJÓRNIR
stjórnarflokkanna í Póllandi hafa tilkynnt,
að frambjóðendur, sem gefa óframkvæm-
anleg kosningaloforð, verði blátt áfram
teknir lír umferð. Oss finnst nú meiri á-
stæða til að taka þá úr umferð, sem gefa
kosningaloforð, sem vel eru framkvæman-
leg og svíkja þau síðan. Enginn lætur hvort
sem er glepjast af hinum óframkvæman-
legu.
ÆK FORSETI
hefur nú sagt pass og stopp við fisktollum,
sem þingið hans var búið að samþykkja
og bendir það til þess, að bæði hafi hann
bein í nefinu og þyki jafnframt góð ýsu-
flök. Segir hann, að svona tollur muni
bitna alltof hart á þjóðum, sem vinveittar
séu Bandaríkjunum og á þar auðvitað við
Islendinga. Oss finnst þetta sterkur leikur
hjá Æk, því að með þessari neitun sinni
stingur liann algjörlega upp í Lúðvík og
allan hans flokk. Hlökkuin vér til að lesa
lofgreinar um hann í Þjóðviljanum, næstu
mánuðina.
ÍSLENZKAR KRÓNUR
hafa undanfarið verið ein merkastá verzl-
unar- og útflutningsvara Svisslendinga og
þykir góð tilbreyting frá úrhjöllunum, sem
hingað til liafa verið efstir á blaði í verzl-
unarskýrslum þeirra. Má telja þetta mikla
gleðifregn öllum þjóðræknum mönnum, er
undanfarið hafa mátt horfa upp á fram-
andi þjóðir fyrirlíta og forsmá krónuna
okkar og kalla hana lina valútu.
KOMMAR A HUSAVÍK
hafa fyrir nokkru á fundi sínum fordæmt
Moskvukommúnisma og þar'með afstöðu
generalanna í Reykjavík. Að vonum þykir
generölunum súrt í broti og vægast sagt
helvíti hart að fá svona á sig einnmitt úr
vögguplássi allrar samvinnulireyfingar á ts-
landi.
Á KVlKMYNDASlÐU
Vísis lesum vér, að tekjidiæsta skepnan í
Hollívúdd sé hundurinn Buster, en hann
hefur innunnið eiganda sínum 100.000 doll-
ara; þó er þess ekki getið, á hve löngum
líma. Til samanburðar er nefnt, að apar
og fílar fái ekki nema brot af þessari upp-
hæð og þykja þó tekjuháir þar í landi, sum-
ir hverjir. I sambandi við þessa fregn eru
ýmsir að gera sér það til dundurs að reikna
út, liver muni vera tekjuhæsta skepnan hér
á landi, eftir stjórnarskiptin.
ÞJÓÐVILJINN
getur þess, að fyrsti górilluungi, sem fæð-
ist af ófrjálsum foreldrum, hafi nýskeð séð
dagsins ljós í dýragarðinum í Colúmbus,
Ohio. Vér getum glatt kollega með því, að
samkvæmt svarskeyti, er oss hefur borizt
frá Columbusi, Obio, eru foreldrar ungans
gömul vingargjöf frá Rússlandi (meðan
enn var gott milli þjóðanna) og eru sjálfir
fæddir í fangabúðum austur þar. Vonum
vér þá, að kollega taki gleði sína.
MORMÓNI .
af íslenzkum ætturn, Gene Fulmer að
nafui, liefur nýskeð unnið sér það til ágæt-
is að sigra hinn fræga heimsmeistara í
lmefaleik, Svigar Ray Robinson, og ber öll-
um saman um, að þetta sé fyrsti mormóni,
sem vinnur það afrek, siðan Jack Dempsev.
Vér höfum aldrei fyrr vitað, að Dempse>
væri mormóni, en þessi sigur þeirra trú-
bræðranna gæti bent til þess, að þeir fái
a-fingii í að berja frá sér í kvennabúrum
sínum, þegar aðsóknin að þeim er mest.
Eigi er enn vitað, hvorl þessi sigur hefur
nokkur áhrif á framgang hnefaleikabanns-
frumvarpsins, sem nú liggur fyrir Alþingi.
AKUREYRINGAR
hafa, eins og oft hefur áður vorið um getið,
samþykkt afnám héraðsbanns á áfengi hjá
sér, þar eð þeim ofbauð uppgangur Sigl-
firðinga í þessu sambandi, og cr nú sjopp-
an opnuð aftur, eða nánar til tekið á ann-
an nýársdag. Engar beinar fregnir hafa
borizt frá höfuðstað Norðurlands um neinn
fyrirtaks drykkjuskap á nýja árinu, ef und-
an er tekin tilkynning frá vatnsveitu Ak-
ureyrar hinn 3. janúar, þar sem skorað er
á alla borgara kaupstaðarins að spara
vatnið.
I FINNLANDI
eða nánar til tekið í bænum Narpes er
komin gata, sem heitir Akranesvegur, en
þannig stendur á því, að téður bær er ein-
mitt vinabær Akraness. Getur þessa í bæj-
arblaði Akraness „í skemmtilegu bréfi frá
Finnlandi“. Ennþá skemmtilegra heföi
bréfið saint orðið, ef gatan hefði verið lát-
in heita Ölafs-B-Björnssonargata.
BANDARlKJAFORSETI
befur nú ákveðið að hætta öllum áfengis-
veitingum í veizlum þeim og móttökum, er
iiann efnir til í hvíta húsinu, og mun mein-
ingin, að andvirðið renni til Ungverjalands-
hjálparinnar eða annarrar mannúðarstarf-
semi. Sumir hvísla því nú reyndar, að aðal-
tiigangurinn sé að losna við kokteilsnobb-
ana, sem eru engu síður bvimleiðir þar en
Iiér. Að sjálfsögðu verður hann þó að eiga
eitthvert bragð ef Krúséff skvldi lieim-
sækja hann, og kemur sér þá vel, að pela-
fyllirí skuli vera velþekkt fyrirbæri þar
westra, frá bannárunum, engu síður en liér
á landi.