Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 15 WijjaAta yutyrœíin Snemma á þessari öld grasseraði nokkuð, bæði hér og annasstaðar, hin svokallaða nýja guðfræði, og mun aðallega hafa verið í því fólg- in að steypa djöflinum af stóli og þá sennilega koma upp einhvers- konar lýðveldi púkanna. Þá var farið að kenna, að menn færu nú kannske ekki alveg fortakslaust til helvítis fyrir smávægilegar yfir- sjónir, að minnsta kosti ekki ef einlæg iðrun væri til staðar. Þetta var að ýmsu leyti nokkuð góð guðfræði, að minnsta kosti gerði hún talsverða lukku hjá þeim, sem eitthvað voru breyzkir og vissu af því, og þeir úr hópnum, sem efn- aðri voru, gáfu stundum stórfé til kirkju sinnar, og hafa þá vonandi, að loknu jarðlífi, aldrei farið lengra en til smápúkanna — enda voru þeir flestir smápúkar sjálfir. Þetta var nú í þá daga, en á öllum þeim tíma, sem síðan er liðinn, fer vitanlega ekki hjá því, að margar breytingar hafa orðið á viðhorfi manna til þessara hluta, en flestar eru þær ómerkar og verða ekki hér raktar, „enda eng- inn kostur í stuttu útvarpserindi“, eins og þeir segja í útvarpinu, þeg- ar þeir komast ekki einusinni fram úr formálanum. Aðeins verður það allranýjasta gert að umræðuefni. Þeir eru alltaf að finna nýjar og nýjar — þ.e. hundgamlar — perga- mentsrollur austur í „löndum fyrir botni Miðjarðarhafs“, og nú sein- ast fannst ein við sjálft Dauðahaf- ið, sem þykir merkilegust allra og hefur undanfarið verið í höndun- um á Yigael Yadin, sem er „stríðs- maður og fræðimaður“ við háskól- ann í Jerúsalem. Á þessari rollu sést, að Lamek, faðir Nóa en son- ur Metúsalems, hefur kvænzt syst- ur sinni, en slíkt var alsiða þá og varðaði ekki við neina paragraffa. En Lamek gamli var nú ekki alveg viss um, að hann ætti neitt í Nóa, þegar hann kom í heiminn, enda var Lamek, ef trúa má ritningunni, BORGAKSTJ ÓRINN í Reykjavík sýndi af sér |>að mannúðar- bragð um afliðin jól að láta strætisvagna halda uppi ferðum til iitliverfa borgarinn- ar til miðnættis, og ekki nóg með það, hálfgerður skruggublesi, en Nói hinsvegar svo efnilegur, að hann reisti sig upp í höndum ljósmóður- innar og fór strax að snakka við Drottinn réttlætisins, en það var alveg óvenjulegt, jafnvel á þeim tíma. Er skemmst frá því að segja, að Lamek reifst þarna við systur sína og sagði, að hún hefði átt eitthvað gott við einhverja vernd- arengla eða fallna engla, en hún svaraði bara skætingi og sagði að drengurinn líktist bara í móður- ættina, eins og bezt mætti heyra á öllu kjaftæðinu, sem í honum væri, svona strax eftir fæðinguna. heldur gátu menn ferðazt ókeypis með þeim, frá klukkan hálffimm. Auðvitað var þetta óspart notað, en mest hafði þó verið aðsóknin að strætóinu, sem horgarstjóri keyrði sjálfur.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.