Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 19
SPEGILLINN
17
En þetta lét Lamek sér ekki
nægja og spurði Metúsalem gamla
föður sinn, sem þá hefur líklega
verið orðinn 969 ára og því elliær
og Meddi lofaði að tala við Enok,
föður sinn, sem hafði verið hvissað
upp til himna þegar hann var bara
365 ára. En um svarið hafa sagna-
ritarar ekki treyst sér til að ljúga
neinu því að hér kemur eyða í
handritið, svo að Lamek greyið
hefur líklega orðið að lifa og deyja
í þeirri vesælu trú, að hann væri
kokkáll.
Nú víkur sögunni suður í Mílanó,
eða öllu heldur W til N, ef reiknað
er frá botni Miðjarðarhafs. Þar er
erkibiskupinn að blessa yfir þrjár
spánýjar I.B.M.-vélar, og biður til
vonar og vara guð afsökunar á
því, að honum kunni nú kannske
að þykja þetta óvenjulegt, en hins-
vegar eigi vélarnar að vinna hon-
um til dýrðar og sé það að minnsta
kosti tilbreyting frá því, sem verið
hafi hingað til. En svo stendur á
þessu tilstandi, að einn ungur og
efnilegur guðfræðingur ætlar að
fara að rannsaka hvert blæbrigði
x hverju orði, sem heilagur Tómas
Aquinas skrifaði á sinni tíð, en
hann var einn foráttu blekbullari
og nema bækur hans mörgum hest-
burðum, eða réttara væri að segja
asnaburðum af því að Suðurlönd
eiga hér hlut að máli. En þegar til
átti að taka, og þessi ungi guðfræð-
ingur komst að því, að heilagur
Tómas hafði látið eftir sig 13
milljónir orða — og allt guðsorð —
gugnaði hann á fyrirtækinu og á-
kvað að láta sér nægja blæbrigða-
rannsókn á forsetningunni ,,í“. Var
það vitanlega einn fjandans mun-
ur, en skiljanlegt, þegar þess er
gætt, að sú rannsókn mundi taka
4 ár, og efnilegir guðfræðingar eru
nú einusinni ekki eilífir, sem betur
fer. Þessvegna var nú tilstandið
með I.B.M.-vélarnar og engin furða
þó að þyrfti að vígja þær dálítið
áður en þær tækju til starfa.
Allir guðfræðingar heimsins bíða
nú í cfvæni útkomunnar af rann-
sóknum hins unga kollega síns, og
takist hún vel, verður hér um að
ræða nýja guðfræði, sem væntan-
lega verður kölluð vélaguðfræði.
Varla er mikill vafi á, að hún muni
berast hingað til lands, enda eru
vélarnar þegar til staðar og notað-
ar af Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og Hagstofunni. Bezt kynni hafa
menn af þeim vegna skattreikn-
inganna, sem eru að berast öðru-
hvoru, og einmitt þar liggur aðal-
möguleikinn á innfærslu vélaguð-
fræði í landið. Flestir myndu sem
sé samþykkja að taka vélarnar al-
farið af tollheimtumönnunum og
afhenda þær faríseunum.
— Mér þætti gaman að vita, hvemig
móðamir verða í ár, sagði konan við mann-
inn sinn.
— Það get ég sagt þér. Þeir verða tvenns-
konar. Þeir, sem þú vilt ekki sja, og þeir,
sem ég hef ekki efni á.
Þau fóru í bíltúr um helgina, og þegar
konan tók upp dótið í áfangastað, fami
hún fulla viskíflösku.
-— Hvað ætlarðu að gera við þessa?
spurði liún hvöss.
— Ég tók hana með til þess að nota
hana fyrir kertastjaka, þegar hún væri
orðin tóm.