Spegillinn - 01.01.1957, Page 22

Spegillinn - 01.01.1957, Page 22
Það var einn þessara hlýju sól- skinsdaga, sem koma stundum, öll- um að óvörum, á haustin, svo að manni liggur við að halda, að vetur- inn sé búinn að vera og vorið kom- ið. Haustblómin rétta úr sét í sól- skininu, og við dalakofann minn í sveitinni sungu fuglarnir, eins og þeir hefðu eitthvað svipaðar hug- myndir og ég um árstíðina. — Svei því öllu saman, sagði ég við sjálfan mig. — Ég ætla að skreppa í þennan göngutúr strax — það er ekki seinna vænna. Ég hafði lítið frí átt þetta sumar, enda hafði sumarið látið heldur lít- ið yfir sér sem slíkt. Og ég var bú- inn að lofa sjálfum mér vikufríi fyrir norðan en svo hafði ég dregið það og dregið, í von um skárra veð- ur. Ég gekk fram í eldhús. — Heyrðu, Bogga mín, sagði ég við gömlu ráðskonuna mína. — Ég ætla að taka mér viku frí. — Það var gott, sagði gamla konan. — Þá fáum við bæði viku frí. Ég fór í gömul ferðaföt, fleygði fáeinum sokkapörum og þesshátt- ar í bakpoka, steig upp í trogið og ók af stað, hress í huga. Auðvitað var ég ekki kominn nema þrjátíu kílómetra, þegar sól- in steinhætti að skína. Eftir fimm- tíu fór ég í aðra peysu utanyfir, eftir sjötíu var rúðuþurrkan kom- in í fullan gang og eftir níutíu kom ég að krá, þar sem ég settist að mat fyrir framan bálkyntan arin. Ég ætla að hlaupa hratt yfir frí- ið mitt, svokallaða. Ég myndaðist við að fara í þennan fyrirheitna göngutúr, vaðandi for og leðju í rigningu og óveðri, villtist þrisvar og náði ekki heim að kránni fyrr en dimmt var orðið. Ég herti svo upp hugann og snautaði heim, beinustu leið. Fyrsta ánægjan mín í öllu ferða- laginu var að lenda á hlaðinu heima hjá mér, og ég beinlínis hljóp inn í hlýtt húsið. Opnaði borðstofudyrnar og snarstanzaði þá í sömu sporum. Þarna sátu fjórar manneskjur við borð mitt, og gerðu sér gott af því, sem ég þekkti af ilmnum, að myndi vera eitt snilldarverka Boggu gömlu. Þessir gestir mínir voru: miðaldra kona og karlmaður á svipuðum aldri, bráðlagleg stúlka og loks vinur minn og höfuðplága, hann Kobbi Marks. — Gu-guð minn góður, æpti Kobbi, steinhissa. — Hvaðan sprettur þú upp? — Gott kvöld, svaraði ég kulda- lega. — Ke-ke-murðu bara í kvöld- mat? Fyrirgefið þið öllsömun. Kobbi stóð upp og skeiðaði fram að dyrum til mín. — É-é-ég verð að fara fram og biðja hana Boggu um disk í viðbót. Komdu með mér, vinur. Þú þarft auðvitað að þvo þér og hafa fataskipti. Auðvitað vissi ég vel, að ég var ekki sem fínastur í klæðaburði, en það var nú samt ekki ástæðan til þess, að ég fór fram með Kobba, heldur hitt, að ég þurfti að verða þess vísari, hvað hér var eiginlega um að vera. Fjölbreyttasta úrval landsins af hú s y ö y num MIMIID Hll HACKVÆMU GREIB8L HÍÍSGAGMVERZIUN AUSTURBÆJAH H.F. uaugavegi 118 og Skólavörðustíg 16 — Símar 4577 og 5867

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.