Spegillinn - 01.01.1957, Qupperneq 23

Spegillinn - 01.01.1957, Qupperneq 23
SPEGILUNN 21 — Jæja! sagði ég, þegar báðir voru komnir fram í forstofu. — Þú vilt kannske vera svo vingjarnleg- ur að standa fyrir máli þínu? — Þegar ég hringdi til þín fyrir nokkrum dögum, sagði Bogga gamla, að þú yrðir ekki heima næstu viku. — Já, það breyttist, en annars er það þú, sem átt að gera grein fyrir þínu máli, en ekki ég fyrir mínu. Hvaða fólk er þetta? — Þa-það er fólk, sem ég bauð hingað yfir helgina. Ágætis fólk. Hr. og frú Potter og hún Aníta dóttir þeirra. Ég er sama sem trú- lofaður Anítu. — Svo það ertu? En veit herra Potter, að þú ert ekki annað en staurblankur vesalingur ? — Ja, sennilega hefur hann rennt grun í það, og þessvegna fann ég upp þetta snjallræði að bjóða þeim hingað yfir helgina. Svo sjá þau, að ég á heima í sæmi- lega brúklegu húsi og hef duglega ráðskonu, sem býr til góðan mat, og þá hugsa þau auðvitað sem svo, að ég hljóti að hafa sæmilega af- komu. — Þú átt með öðrum orðum við, að þú hafir verið svo grenjandi ó- svífinn að segja þeim, að þú ættir þetta hús? Sona-sona, góði vinur, hafðu ekki svona hátt, sagði Kobbi og leit ó- rólegum augum yfir öxl sér. — fékk þessa hugmynd eins óg skot, þegar kellingin sagði mér, að þú yrðir burtu í viku. Ég trúði henni svo fyrir hugmynd minni og hún lauk miklu lofsorði á hana og lof- aði mér aðstoð sinni. Hún sagðist viss um, að þú hefðir ekkert við þetta að athuga. Ég hef nú aldrei skilið og mun heldur aldrei skilja þessa vitleysis- legu hrifningu Boggu gömlu af Kobba. Hitt vissi ég líka, að ekki þýddi neitt að fara að tala um þetta við hana, svo að ég hélt áfram við hann. — Gott og vel. Þið megið ljúka við matinn, svo verðið þið líka á burt samstundis og honum er lokið, öll fjögur. —O— — Æ, vertu nú vinur í raun, grát- bað Kobbi, — og settu ekki allt upp í loft, þegar allt gengur upp á það bezta. Ekki þarf annað en láta sem þú sért gestur sjálfur . . . — Ha? Ég gestur þinn í mínu eigin húsi! —- Já, elsku vinur. Potter gamli myndi aldrei fyrirgefa mér, ef hann kæmist að sannleikanum. Rétt að lofa mér að halda áfram með þetta og . . • — Aldrei! En það er nú svona, að Kobbi getur kjaftað hvern sem er upp í hvað sem er áður en lýkur. —O— Þau voru að háma í sig steik, sem ég er viss um, að hefur tvö- faldað ketreikninginn minn, þegar ég kom inn aftur, eftir að hafa þveg- ið mér og farið í teinóttu fötin mín. Ég heilsaði nú upp á gestiná. — Þetta er vinur minn, hr. Hill, sem var rétt að rekast inn, sagði Kobbi og var hinn húsbóndalegasti. — Gott kvöld, sagði ég feimnis- lega, því að ég var hálf-klaufalegur þegar ég átti að fara að íklapðast þessu gestahlutverki mínu. — Eigið þér heima hér nærri, hr. Hill? spurði frúin. — Ja-á, það er ekki langt héðan, sagði ég. — En hvað það er gaman fyrir yður. — Ha? . . . ég meina, fyrirgefið þér, ég heyrði ekki almennilega . . . — Að þér skulið eiga heima svona nærri hr. Marks. Og eigið þér líka svona indælt hús? spurði Aníta. — Já, það er að segja . . . Ég slapp við frekari skýringar vegna þess, að nú kom Bogga gamla inn, en Kobbi hafði hringt á hana og í ákafa síum að þjóna hagsmun- um hans, gekk hún óþarflega langt í skrípaleiknum. — Fyrirgefið, herra minn, sagði hún við Kobba og leit um leið á mig fyrirlitningaraugum. — Ætlar herrann að vera hér í nótt. Ofurlítill vonarglampi uppljóm- aði smettið á Kobba. Ég hugsa, að hann hafi búizt við, að ég myndi óafvitandi koma öllu upp, og því talið sig öruggari, ef ég gisti þarna alls ekki. — Ég býst varla við því, Bogga, sagði Kobbi. — Ætlarðu að vera hérna í nótt, Hill? bætti hann við, og beindi orðunum til mín. — Já, það ætla ég svei mér, sagði ég ákveðinn. Ef ég má, bætti ég við, mannasiðanna vegna. — Það er annars ágætt lítið gisti- hús ekki mílu vegar í burtu, sagði Kobbi eins og hann væri að ýta á eftir mér. — Ég hef andstyggð á gistihús- um. — Mér skildist, tók nú hr. Potter fram í, — að þér ættuð heima hér skammt frá. — Jú, að vísu. En veðrið er leið- inlegt og . . . — Ég veit bara ekki, hvaða her- bergi ég get látið þig fá, sagði Kobbi. — Ég gæti sett upp bedda uppi á háalofti, sagði Bogga gamla. — Já, það er líka satt, sagði Kobbi. — Gæti ég ekki fengið þitt éigið herbergi? sagði ég. Ég fór svo sem í engar grafgötur um, að hann hefði tekið mitt herbergi handa sjálfum sér. — Nei, það kemur ekki til mála, Hill. En það má líka láta fara prýði- lega um þig á háaloftinu.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.