Spegillinn - 01.01.1957, Side 24
22
SPEGILLINN
— Ef þetta væri mitt hús, sagði
ég, myndi ég eftirláta gestinum mitt
herbergi, sagði ég.
— Nú, er þetta þá ekki allt . . .
ég meina . . . frú Potter, viljið þér
ekki fá ofurlítið meira af eplatert-
unni?
— Þakka yður fyrir, hr. Marks,
hún er alveg stórkostleg!
-— Þetta eru mín eigin epli, sagði
Kobbi. — Ég rækta þau sjálfur. •
Ég lagði lítið til samtalsins og fór
snemma að hátta. Ég var dauð-
þreyttur eftir allt göngulagið dag-
inn áður og svo langan akstur heim.
Að vísu reyndi brakandi beddinn,
sem Bogga gamla hafði staflað upp
handa mér í rykugu loftsherberg-
inu, eftir mætti að lækna mig af
syfjunum, en bara með litlum ár-
angri, sem betur fór.
Það var kvalræði að koma niður
morguninn eftir og finna Kobba í
húsbóndasætinu með kaffikönnuna
fyrir framan sig. Gestirnir virtust
dálíþið hissa á því, að ég skyldi ekki
leggja af stað heimleiðis, strax að
loknum morgunverði, svo að ég
varð að skjóta því, að, að úr því
ég væri nú kominn hingað á annað
borð, væri réttast, að ég dokaði við
einn eða tvo daga.
— Það verður nú lítið hér til
skemmtunar fyrir þig, vinur, sagði
Kobbi í kvíðatón.
— O, berðu engan kvíðboga fyrir
því, svaraði ég. — Það getur farið
ágætlega um mig, ef ég hef ein-
hverja skruddu að lesa í, mér til af-
þreyingar.
Gestirnir litu hverir á aðra, rétt
eins og þeir vildu spyrja, hvort nær-
vera mín þarna væri nú virkilega
nauðsynleg. En ég bölvaði mér upp
á það, að ég skyldi þó að minnsta
kosti aldrei láta Kobba reka mig
út úr mínu eigin húsi. Það var næsta
nóg að þurfa að vera gestur hans,
þó að hitt bættist ekki við.
Þessvegna varð ég kyrr það sem
eftir var dvalar Pottersfjölskyld-
unnar. Bogga gamla, sem lét sér
umhugað um að leyna því, að ég
væri þarna húsbóndinn, kom fram
við mig með þögulli fyrirlitningu.
Á mánudagsmorgun fóru þau svo,
en Kobbi stóð í dyrum úti með hús-
bóndasvip og óskaði þeim góðrar
ferðar.
— Já, og svo geturðu, fjandinn
hafi það, óskað sjálfum þér góðrar,
ferðar, sagði ég.
— Þú veizt ekki hvað ég er þér
þakklátur, gamli vinur, sagði Kobbi.
— Já, það er ég sannarlega.
— Það máttu líka vera. Þetta
hefði ekki einn maður af hverjum
þúsund gert fyrir þig.
— Ég veit. . . ég veit, gamli vinur.
Og hvernig leizt þér svo á hana
Anítu ?
— Hún er allra fallegasta stúlka.
Segiztu vera trúlofaður henni?
— Já, svona að nokkru leyti. Auð-
vitað vantar mig ennþá blessunina
gamla mannsins.
— Og hvenær ætlarðu að vitja
um hana?
— Ég ætla að skreppa til London
um næstu helgi, og þá ætla ég að
tala við þann gamla um leið, frá svo
Anítu til að ákveða daginn, svo ætla
ég að fá mér leigðan sjakket . . .
— Og þú heldur, að blessunin fá-
ist?
— Vitanlega. Svo er húsinu þínu
fyrir að þakka.
—0—
Svo fór þó, að blessunin lá ekki
á lausu. i
— Og alltsaman þér að kenna,
veinaði Kobbi, þegar hann kom frá
London, viku síðar.
— Nú líkar mér að heyra! sagði
ég. — Hvað hefði ég getað gert fleira
fyrir þig, ef ég má spyrja?
— Mikið fleira. Þú hefði til dæm-
is getað látið ógert að rekast þarna
inn.
— Ekki gerir þér það neitt til þó
að þeim lítist kannske ekki á mig.
— Það var ekki það. Potter gamli
útskýrði þetta fyrir mér og vildi
ekki hlusta á nein mótmæli.
— Útskýrði hvað ? Nú er ég hætt-
ur að skilja málið.
— Þú rakst þarna inn og varst
heldur ^lla til fara. Ég varð hissa,
svo að ekki sé meira sagt, að sjá þig.
Þú heimtar að fá að gista. Heimtar
að vera áfram. Ert taugaóstyrkur
og utan við þig. Sjálfur er ég líka
utan við mig og ekki eins og ég á
að mér. Potter gamli, sem hefur arn-
araugu, tekur eftir því fyrsta kvöld-
ið, að þú ferð í teinótt föt, sem hann
veit, að ég á, af því að . . . Kobbi
hóstaði . . . af 'því að hann sá mig
í þeim, daginn áður.
— Nú, svo þú varst í þeim, kall-
inn. Annars eru ein föt svo sem ekk-
ert mikið, samanborið við heilt hús,
með ráðskonu og öllu saman . . .
— Bíddu hægur. Þú átt eftir að
heyra ályktunina, sem öll fjölskyld-
an dró af þessari komu þinni: Að
ég sé skuldunum vafinn upp fyrir
haus, og þú sért fjárnámsmaður og
svo reyni ég að d-ulbúa þig sem vin
minn! Næst þegar þú ferð í frí, ætt-
irðu að vera í fríi . . .
Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór
Pétursson — Ritstjórn og afgreiSsIa: Smára-
götu 14, Reykjavík — Sími 2702 — Árgangur-
inn er 12 blöð; um 220 bls., efni — Áskriftar-
verð kr. 85.00 — erlendis kr. 95.00; greiðist
fyrirfram — Áritun SPEGILLINN, Pósthólf
594, Reykjavík — Blaðið er prentað I tsafoldar-
prentsmiðju h.f.