Spegillinn - 01.01.1958, Page 11

Spegillinn - 01.01.1958, Page 11
S P E EILLINN 9 Fundin Hundsskinna (Framhaldsþáttur fyrir ríkisútvörp menningarlanda). Stjórnandi þáttarins: Gott kvöld, góðir hlustendur. Allir vildu Skráp- skinnu skrifað hafa, segir máltæk- ið; og auðvitað hefði ég viljað skrifa hana líka. En nú hafa aðrir þegar hrist hana fram úr sjálfblek- ungnum, svo ég verð áð láta mér nægja Hundsskinnu. Þátturinn er annars í því fólginn, að hin merka bók Hundsskinna er týnd, og eiga nú hlustendur að hjálpa mér til að finna hana, en nokkrar leið- beiningar verða þeim gefnar um það hvar leita skuli. Fyrsta til- vísunin er á þessa leið: Undir ryðguðu sláttuvélinni í suðvestur horni kálgarðsins ofan við bæinn, sem stendur við víkina, þar sem Graut-Atli reisti bú og Kristján frá Djúpalæk orti síðar um kvæð- ið, sem Ölafur Briem og Adda Örnólfs súngu inn á plötu á vegum íslenzkra tóna. — Þetta var sem sé fyrsta tilvísunin, og þau hjúin Jón og Gunna eru þegar komin af stað að leita bókarinnar. Nú heyrum við í Jóni og Gunnu og förunautum þeirra. (Jón heyrist kveða vísur). „Hermdu mér, Hundsskinna hvar þig er að finna. Með þunnu má lengi þynna „þynnkuna allra hinna^. „Skáldi menn góðan skemmtiþátt skal í sundur brytj’ann; en nái þátturinn engri átt, í útvarpið skal flytj’ann". Gunna: Geturðu ekki kveðið eitthvað skemmtilegra en þetta til að stytta okkur leiðina? Jón: Ekki er það útilokað, kelli mín. Kveður: „Ógn er Gunna orðin þunn; engin nunna var hún. Flestum kunnan fleðumunn fyrir sunnan bar hún“. (Nú er gert ráð fyrir að hlust- endur heyri hávaða, sem gæti bent til þess að tvö hundruð þúsund flugvélar væru að taka sig á loft framan við hljóðnemann; en svo er þó ekki, heldur er flugvél leitar- fólksins að lenda austur á Lagar- fljóti). — Nú, hér sézt engin ryðg- uð sláttuvél, sem hægt er að leita undir. — Nei, og enginn kálgarður, ekki einu sinni suðvestur horn á honum. — Það er ekki von, hér er alls enginn bær. Tilvísunin hef- ur verið plat. ‘Þetta var þeim líkt, skruggublesunum, sem senda okk- ur af stað. (Stjórnandi þáttarins tilkynnir alvarlega). „Fyrsta tilvísunin reyndist sem sé röng, því að bærinn, sem Graut- Atli reisti fór í eyði nokkrum mannsöldrum áður en sláttuvélar fóru að reyðga niður unnvörpum í íslenzkum hlaðvörpum. Auk þess mun Atli ekki hafa haft kálgarð, þar eð hvorki Framleiðsluráð land- búnaðarins eða hnúðormurinn voru til í þann tíð, og kartöflur varla uppfundnar, hvað þá niðurgreiðsl- an á þær. — Önnur tilvísunin er á „Minn Kerra a aungvan vin’' NótelsverSlaunaskildlð okk ar, Hálldór Kiljan Laxness, scm nú er á ferS í Kína ásamt , konu sinni, er farinn að skrifa ferSasögu frá Bandaríkjunutn • <í „Svenska Hagbladet ‘ í Stokk hóltni. Þar skrifar hann meðal annars: Alls staðar Var maður dreg- inn 1 umræður um utanrík- i má'apólitJk Bandar;kj,-mna. <>g hverju sólll það er annaís aö kenna, Jaá hitli ég aldrei neina manneskju eða hóþ fóiks sem rædili af samúð um stefnu Oulie ar. Oft var ég sá eini •! lieilli samkomu sem af kiirt eisisástæðum reyndi að rerja inannlnn.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.