Spegillinn - 01.01.1958, Page 15

Spegillinn - 01.01.1958, Page 15
5PEGILLINN 13 Oddvitinn: Ég sé ekki, að nefnd tík komi þessu máli við. Spurning- in er einfaldlega sú, hvort of lítið eldsneyti sé lagt til skólans eða hvort ódrýgilega er farið með það. Form.nautgr.fél.: — Það er verst, að skólanefndarformaðurinn er ekki mættur á fundinum. Hann hefði getað gefið nákvæma skýrslu um málið. TJthr.: — Ég sé ekki, að neitt sé hægt að gera í málinu að svo stöddu. Oddvitinn: Ég geri það að tillögu minni, að formanni skólanefndar verði falið að rannsaka málið. Hundahr.: — Ég er samþykkur framkominni tillögu, svo fremi að rannsóknin nái einnig til strútóttu tíkarinnar. Form.nautgr.fél.: — Er ekki skemmtilegra að bera tillöguna formlega upp? Úthr.: — Ég legg til að tillagan orðist svona: Vegna þráláts orð- róms .... Oddvitinn: Nei, ég hef annað orðalag í huga: Hreppsnefndin á- lyktar að fela skólanefndarfor- manni að rannsaka eldiviðarmál skólans og gera tillögur þar um, ef þurfa þykir. Þeir, sem eru þessari tillögu samþykkir, geri svo vel að rétta upp hendina. Úthr.: — Augnablik! Ég legg til að í stað ályktar verði sett sam- þykkir. Oddvitinn: Það er aukaatriði, sem ekki snertir efni tillögunnar. Form.nautgr.fél.: — Getum við ekki samþykkt tillöguna snöggvast og tekið málið út af dagskrá? Oddvitinn: Af hverju réttið þið ekki upp hendurnar eins og ég bað ykkur ? Hundahreinsarinn og formaður nautgripafélagsins rétta báðir upp hendurnar, en úthreppingur situr hjá. ' Oddvitinn: Ert þú á móti tillög- unni? Úthr.: Já, ég tel orðalag tillög- unnar ekki heppilegt og greiði henni ekki atkvæði. Hundahr.: Afstaða úthreppings skiptir ekki máli, þar eð tillagan er samþykkt með þremur atkvæð- um gegn einu. Úthreppingur: Ég óska að breyt- ingartillaga mín sé bókuð. Formaður nautgr.fél. Bókunin á henni kemst ekki á blaðið, svo ég legg til að sleppa henni, frekar en eyða nýju blaði undir hana. Oddv. Samþykkt. Hundahr.: — Samþykkt. Úthr.: Ég mótmæli þessu ein- ræði og áskil mér rétt til að hafa skoðun á málunum. Oddv.: Málið er útrætt, svo skoðanir þínar skipta ekki máli lengur. (Lítur á klukkuna) Nú hver andsk . . . . Ég verð að fara að gefa kúnum og segi fundi slitið. Hundahr.: Fyrirgefið; átti ekki að ræða hér um innheimtu á nautstolli ? . Formaður nautgr.fél.: Umræðum um nautstollinn er frestað til næsta fundar; skilurðu það ekki, maður? Úthr.: Ég mótmæli því að belj- urnar oddvitans hafi áhrif á gang mála hjá hreppsnefndinni. Oddv.: — Ég var búinn að segja fundi slitið, svo að mótmælin verða ekki tekin til greina. Viljið þið sjá beljurnar hjá mér? Hinir allir: Ojá, já. (Allir fara út). UTANKJ ÖRSTAÐAKOSNING Framh. frá bls. 17. fjögur þúsund kall, og segja mér hvem þú hefur kosið? sagði ég. Mér er það ekkert launungarmál, sagði Rúnki. — Eg er ekki eitt í dag og annað á morgun. Ég kaus C-listann. — C-listann?Ertu bandvitlaus, mað- ur. Það er enginn C-listi til. Hvar fannstu liann á kjörseðlinum? — Nú ég fann hann auðvitað eins og í gamla daga. Taldi framan frá: A-B-C. — Eg ætlaði að fara að halda stutt erindi um heimsku kjósenda almennt og Rúnka sérstaklega. En háttvirtur álieyrandi var liorfinn inn í apótekið. Jón smali. Gunnar borgarstjóri nærri fallinn fyrir Gunnari á Hlíðarenda

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.