Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 16

Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 16
14 5PEBILLINN Aramóta- boðskapur Hallbjargar Fyrir áramótin var ég svona í laumi að hugsa um það með sjálf- um mér, að vel gæti ég orðið ridd- ari innan stundar, þar sem ég er sannfærður um, að skrapa mætti saman eitt og annað slíku til rétt- lætingar. En stundin kom og ég varð ekki riddari að þessu sinni og læt því útrætt um það. Þetta sakaði þó ekki svo mikið þegar öllu var á botninn hvolft, þar sem ég fékk bréf og var í því sleginn til eins konar riddara af fámennri reglu útvaldra frömuða menningar- innar. Og hér birtist bréfið í heild og skýrir sig betur sjálft en ég get gert: Heiðraði herra Bob á beygjunni. Eg óska yður til að byrja með árs og friðar og þakka liðin ár og og aðstoð við menningarviðleitni mína, svo og síðustu heimsókn yð- ar og snildarlega frásögn af henni. Ég hef unnið af kappi við að taka aftur upp þráðinn, þar sem hann féll niður við kynningarför mína kringum veröldina. Við erum þegar búnir að gera samþykkt í klúbbnum, að 'yétrardagskráin verði innan stundar að verða skemmtilegri, því að annars geti leiðindin í henni orðið um of. Bendum við á, að vel megi ráða ráðunaut í skemmtilegheitum eins og hverju 'öðru, en sá hinn. sami megi þó ekki vera áður ofhlaðinn ráðunautastörfum. Ég held að þetta sé nokkuð sniðugt frá hag- nýtu sjónarmiði, enda ærið verk- efni einum manni að vera skemmti- legur. Við vonum að þetta verði tekið til velviljaðrar athugunar. En þetta er ekki nægilegt og þess vegna hef ég fengið forkunnargóða hugdettu, sem ég hef ágæta að- stöðu til að framkvæma og mun gera það innan stundar. Ég þarf ekki að útlista fyrir yð- ur, jafn gáfuðum manni, hve menn- ingartengsl við aðrar þjóðir hafa gefið góða raun og gætu gefið enn betri, enda höfum við nú stofnað til slíkra tengsla við flestar þær þjóðir, sem við getum haft eitthvað gott af. En hitt hefur líka sína þýðingu að koma á innlendum menningartengslum, efla þau og auka og skapa þannig traustari menningargrundvöll innbyrðis. — Einmitt á þessu þýðingarmikla sviði ætla ég mér nú að gerast brautryðjandi innan stundar og hef þegar gert áætlun þar um. I fáum orðum sagt eru aðalatriðin þannig: Hinn fyrsta mánudag hvers mán- aðar býð ég til mín völdum hópi af fólki, sem viðurkenningu hefur hlotið fyrir gáfur, listrænu, menn- ingu og áhrifamátt, fólki, sem tek- ur menningarmálin föstum tökum og vill leysa allan vanda þeirra, skipuleggja og samræma. Svona fólk þarf einmitt að koma saman til að skiptast á skoðunum, eins og sagt er um stóru pólitíkusana í út- landinu. Ekki svo að skilja, að hver taki annars skoðun og láti sína af hendi, heldur reyni að finna þá einu réttu skoðun og sameinast um hana. Hér virðist mér úrbóta þörf. Segjum t. d. að ganga þurfi úr skugga um, hvort sál er í einu tilteknu tónverki eða ekki. Sameinuð analýsa á kúnst- inni, framkvæmd í slíku partíi hlyti að leiða í ljós hvort tón- verk hefur sál eða ekki sál. En sálarlaus listaverk held ég að hafi lítið menningargildi. Annað dæmi get ég nefnt, er hýnir hver þörf er á samræmdum aðgerðum á þessum Sátu í myrkri og stýfðu kalt hangikjöt úr hnefa -Rafmagnslaust í Grundarfirði um ióliíi

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.