Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 7
Jón Hj. Sigurðsson rektor: Nokkur orð um Háskóla lslands Háskóli íslands tók til starfa haustið 1911. Stjórn Islands hafði áður stofnað prestaskóla 1847; Alþingi ákvað að stofnsetja læknaskóla 1876 og lagaskóla 1908. Fátæk þjóð og spar- samt Alþingi tók ákvörðun um rekstur þess- ara skóla, vegna þess, að henni var brýn nauðsyn að fá hæfilegan fjölda þessara em- bættismanna; nám íslenzkra stúdenta á er- lendum háskólum varð of langt og of dýrt, miðað við lág laun, sem í boði voru, að nám- inu loknu; einnig heltust margir námsmenn úr lest vegna óreglu og fátæktar. Þegar kröf- ur um ný héraðslæknisembætti jukust stöð- ugt ár frá ári, varð að gjöra læknakennsluna innlenda. Nám þetta tók sex til sjö ár við Hafnarháskóla. Á árunum 1647—1942 koma aðeins 93 læknar með fullnaðarprófi frá þeim skóla, en alls hafa á Islandi verið 377 lækn- ar á þessu tímabili.*) Við útlenda háskóla var enga kennslu að fá í íslenzkum lögum og réttarfari, og ýtti þetta vafalaust undir stofnun lagaskólans. Háskóli Islands var því í byrjun fyrst og fremst embættismannaskóli með fínu, hátíð- legu nafni, munurinn á þessum eidri embætta- skólum og samsvarandi deildum háskólans næsta lítill, og það því fremur sem kennara- liðið mátti heita óbreytt. Húsnæði það, sem skólanum var fengið, var mjög þröngt og óhæfilegt, ekkert hugsað fyrir plássi fyrir verklega kennslu og engin áhöld til hennar voru fyrir hendi eða keypt. Háskóli Islands var því í fyrstu gerólíkur slik- um stofnunum erlendis; þar eru margir há- skólar ævagamlar stofnanir með merkilegum þroska og sögu. Þrátt fyrir þessa vankanta, unnu þó margir af kennurum háskólans að sjálfstæðum rann- sóknum, og eftir ýmsa þeirra liggja sóma- samleg og lofsverð ritverk; má þar nefna rit eftir Jón Helgason, Björn M. Ólsen, Sigurð Nordal, Ágúst H. Bjarnason, Einar Arnórs- son, Ólaf Lárusson og Guðmund Hannesson. En stofnun háskólans 1911 var ekki ein- göngu fólgin í samskeytingu þessara emb- ættaskóla, heldur var strax grundvölluð ný deild: heimspekideild. Skyldi þar, auk for- spjallsvísinda, kennd og rannsökuð málfræði, bókmenntir og saga Islands. Þetta bætti mjög mikið úr skák, hér var nægilegt verkefni og aðstæður til vísindarannsókna á þjóðlegum fræðum. Tveir prófessorar og einn dósent voru skipaðir í deildina. Háskólinn tók litlum sem engum breyting- um árin 1911—1940, er hann flytur í nýtt stórhýsi suður á Melum. Á kennaraliðinu er aðalbreytingin, að dósentsembætti er bætt við í læknadeildinni árið 1917 og sett á stofn rannsóknarstofa og verkleg kennsla í sýkla- #) Læknar á tslandi § 317—326. STÚDENTABLAÐ ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.