Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 12
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, og gerir á- lyktun um það, hvort stjórnarskráin skuli taka gildi eða ekki. En sú meðferð þingsins, sem væntanlega fer fram í sameinuðu Al- þingi og getur farið fram við eina umræðu málsins, er ekki sambærileg við þá meðferð, cem þessum málum er venjulega ætluð á síð- ara þinginu, þrjár umræður í hvorri deild Al- þingis. Um þessi tvö síðarnefndu atriði var því vikið frá hinum almennu reglum, er lýðveld- isstjórnarskráin var sett. Að því er kemur til þess atriðis, að þjóðar- atkvæðagreiðsla var höfð um stjórnarskrána í stað þess, að þing væri rofið og nýjar kosn- ingar látnar fara fram, er óhætt að segja, að þjóðaratkvæði tryggir það betur en nýjar kosningar, að vilji kjósendanna komi í ljós. Við þjóoaratkvæðagreiðsluna gat hver kjós- andi tekið afstöðu til stjórnarskrárinnar einn- ar út af fyrir sig. Afstaða hans til annarra þjóðmála eða persónulega til einstakra manna þurfti ekki ao hafa nein áhrif á það, hversu hann greiddi atkvæði sitt. Við kosningar er það sjaldan svo, að afstaoa kjósendanna til eins ákveðins máls ráði atkvæðum þeirra allra. Þar koma gjarnan ýmis önnur sjónar- mið til greina svo sem flokksfylgi, persónuleg afstaða kjósenda til þingmannsefnis og ýmis sundurleit áhugamál kjósendanna. Að þessu leyti er því í rauninni betur vandað til setn- ingar lýðveldisstjórnarskrárinnar, en stjórn- arskipunarlögin ætlast til að gert sé að jafn- aði, er stjórnarskránni er breytt. Að því er hins vegar snertir hina síðari samþykkt Alþingis á hinni nýju stjórnarskrá, þá verður því ekki neitaö, að minna er vand- að til þess þáttarins í meðferð málsins en gert er; við venjulegar stjórnarskrárbreytingar. En þetta réttlætist af þeim sérstöku atvik- um, sem að þessari stjórnarskrárbreytingu liggja. Heimild Alþingis til aö breyta stjórn- arskránni með þeim hætti, sem gert var, var takmörkuð fyrirfram, eins og síðar mun vik- ið að, og Alþingi hafði þegar áður, oftar en einu sinni, lýst afstöðu sinni til þeirra atriða í stjórnarskipun landsins, sem breyta átti að 10 þessu sinni og breyta mátti með þessum hætti. Til þess að hægt væri aö víkja frá ákvæö- unum í 75. gr. stjórnarskrárinnar frá 1920,um aðferðina við breytingar á eða viðauka viö stjórnarskrána, þurfti að sjálfsögðu stjórn- skipulega heimild. Sú heimild var veitt með stjórnarskipunarlögum nr. 97, 16. des. 1942. Stjórnarskipunarlög þessi voru sett samkv. 75. gr. stjskr. 1920, samþykkt á tveim þing- um, og fór fram þingrof og nýjar kosningar milli þinganna tveggja. I stjórnskipunarlög- unum 97/’42 er mælt svo fyrir, að þegar Al- þingi samþykkir þá breytingu á stjórnskipu- lagi Islands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, þá hafi sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnarskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana. Þó skal óheimilt að gera meö þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnar- skránni en þær, sem beinlínis leiðir af sam- bandsslitum við Danmörku og því, að Islend- ingar taka með stofnun lýðveldis til fulln- ustu í sínar hendur æðsta vald á málefnum ríkisins. Með þessu var það stjórnskipulega heim- ilað að láta þjóðaratkvæði um stjórnarskrár- breytinguna koma í stað þingrofs og nýrra kosninga. En jafnframt er heimildin til breyt- inga takmörkuð. Aðferð þeirri, sem greinir í stjórnarskipun- arlögunum 97/1942, má aðeins beita, er ,,A1- þingi samþykkir þá breytingu á stjórnarskipu- lagi Islands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941“. Þessar ályktanir Albingis koma því til álita, er meta skal hverjar stjórn- arskrárbreytingar gera mátti með þeirn hætti, sem í stjórnarskipunarlögunum 97/1942 segir. Það eru tvær ályktanir, sem Alþingi geröi 17. maí 1941, er hér koma til álita. Önnur þeirra heitir: „Þingsályktun urn sjálfstæöis- málið“ og er hún á þessa leið: Alþingi ályktar aö lýsa yfir því: að það telur ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Danmörku, þar sem Island hefur þegar orðið að taka í STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.