Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 17
sjálfur höfuðpaur landráðamannanna að hon- um og lét drepa hann, maður, sem nú er kunn- astur fyrir landráð sín og morðið á tengdaföð- ur sínum fyrrverandi. Það hefur verið árátta á íslendingum, að vilja endilega fyrirfara sín- um mikilhæfustu mönnum; en líkamlegur dauði er með öllu ómegnugur gagnvart þeim, er geymt hafa í brjósti anda og manndóm. Snorri Sturluson og Jón Arason — hvar væri sjálfstæði vort í dag, ef vér ættum ekki verk annars þeirra, en minninguna um hinn á höf- uðskeljahæðinni viö Skálholts bæ? En verk Snorra og annarra höfunda sagn- anna um íslendinga og Noregs konunga á sér sýnu víðtækara og langtum þróttmeira lif en það, sem andi þeirra hefur nært í íslenzkum hjörtum gegnum aldir og nærir fram á þenn- an dag. Því þó að landið sykki í mar einhvern daginn og gengið yröi þar á ofan milli bols og höfuðs á þeim fslendingum, sem staddir eru utan landsteina, öllum með tölu, mundu þessar sagnir, þessi skráðu snilldarverk lifa lifi sínu áfram sem snar þáttur af menningu heimsins; þær eru þegar alheims eign. Án þeirra og án lifandi samhengis íslenzkra bók- mennta frá upphafi fslands byggðar til þessa dags, mundi oss reynast þungur róðurinn að fá viðurkennt sem fullvalda ríki, sem ekki nema stórt hundrað þúsund þegna standa aö. Það þykir ef til vill djarflega mælt, en við það verður að sitja, þar sem það er óhaggan- leg staðreynd: íslenzk tunga, íslenzkar bók- menntir eru ekki aðeins ein af undirstöðun- um, heldur aðal grundvöllurinn undir því sjálfstæði, sem vér nú endurheimtum. Og það sem meira er um vert — af því að það horfir til framtíðarinnar: takist oss ekki að vernda þessi verðmæti, mun þetta sjálfstæði aldrei verða annao en dauður stafur á blaðsnepli, hversu margar milljónir króna sem kunna að safnast í bankareikninga vestan hafs og austan. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og verður, enda er það verk vísindamanns frem- ur en bónda að athuga nákvæmlega og færa í letur þótt bókmenntanna í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Mun það ekki gert á fáum blað- síðum, ef vel á að vera, enda mun margt verða til að tína, ef sú saga á að segjast greinilega; í fljót sjálfstæðisvitundar þjóðar- innar, sem nú rennur fram sem einn straum- ur, falla ár margar og lækir. Einstök ætt- jarðarljóð eiga þar sinn óskorinn hlut, sum skáld nafa hjálpað fremur öðrum til að hrinda í áttina, viljandi og óviljandi, þó að hér verði ekki rakið. Að lokum skal minnzt sérstaklega á einn þáttinn í vernd tungunnar og viðhaldi bók- menntanna, af því að hann er óbeinn og ligg- ur síður í augum uppi en margir aðrir, en þaö er ljóðhneigð þjóðarinnar, ljóðakunnátta og ljóðfimi — eða ef til vill öllu heldur rím- fimi. í sáningu málsins í ungar sálir og rækt- un þess til viðhalds kjarngresis tungunnar, eiga ljóðin sem lærast með tungutökunum, þar á meöal lausavisur almennings, barna- gælur og alls konar ferskeytlur og þulur — oft vísur, sem fleygt er fram í gamni — ó- metanlegan þátt, bókstaflega talað. Skáld og ritsnillingar geta aldrci til lengdar haldið við máli, sem eyðist og fölnar á vörum alþýðu. Ef til vill er það einmitt þetta, sem oss ís- lendingum ber að athuga öllu öðru fremur 17. júní 1944, ef sjálfstæðið þá á að verða annað að meira en sýndargjöf tvíræðra tima til þjóoar, sem vart hefur á sér fullan and- vara gegn þeim vandsénu hættum, er læðast að á mjúkum þófum í velgengni, — cinkum þegar velgengnin er óverðskulduð. Skriðuklaustri, á byrjuðu sumri 1944. Gunnar Gunnarsson. STÚDENTABLAÐ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.