Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 19
í alþjóðaviðskiptum, eigi aðeins gagnvart smærri ríkjum, svo sem t. d. Belgíu hér fyrr eða íran nú eftir Teheranfundinn, heldur hafa og stórveldi eins og Frakkland var 1919 sótzt eftir slíkum tryggingum. — Hvers virði þær eru, geta menn deilt um, en svo mikiö er víst, að meðan óbreyttar haidast aðstæður þær, sem oilu því, að ríki taka að sér slíkar trygg- ingar, þá er og hald nokkurt í samningum slíkum, ef ekki vegna ,,heilagleika“ samnings- ins, þá vegna hagsmuna þeirra, er knúðu hann fram. Það hlyti því að vera eitt af fyrstu verk- efnum íslenzkrar utanríkismálastefnu, eftir að lýðveldið hefur hlotið viðurkenningu ann- arra þjóða, að vinna að því að fá slika ábyrgð t. d. hinna fimm fyrrnefndu ríkja á sjálfstæði voru. En hlutverk utanríkispólitíkurinnar er ekki aðeins að tryggja frelsi og friðhelgi landsins. Með utanríkispólitíkinni verður og að vinna að því að skapa og efla þjóðinni til handa lífs- og þróunarmöguleika í sem ríkustum mæli. Fyrir þjóð eins og íslenzku þjóðina, sem á hlutfallslega mest allra þjóða í veröldinni undir erlendum markaði komið, verður hlut- verk utanríkispólitíkurinnar í þessu efni mjög víðtækt og afdrifaríkt fyrir þjóðarbúskapinn hvernig það er rækt. Lífs- og þróunarmöguleikar Islendinga á atvinnusviðinu byggjast fyrst og fremst á auknum sjávarútvegi. 1 fiskveiðum og fisk- iðnaði getum vér íslendingar lagt hlutfalls- lega eins mikið af mörkum til heimsfram- leiðslunnar, hvað magn og gæði snertir, og nokkur önnur þjóð. Þegar vér fáum að hag- nýta fiskimið vor sjálfir með nýtízku tækj- um og til fulls, þá erum vér með ríkustu þjóðum. Það er hlutverk innanlandsstjórn- málanna að sjá til þess, að vér einbeitum oss á þessa atvinnugrein með sem skynsamlegust- um hætti, hvað tæki og skipulag snertir. En utanríkispólitíkin þarf að vinna tvö veiga- mikil verk fyrir oss í þessu efni: 1) Tryggja það að það falli fyrst og fi’emst í vorn hlut, þegar alþjóðleg framleiðsla verður meira eða minna skipulögð að þessu stríði STÚDENTABLAÐ loknu, að hagnýta vor eigin fiskimið og gerð- ar verði þær alþjóðlegu ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að varðveita þau handa oss og fiskneytendum annarra landa, svo sem friðun Faxaflóa og stækkun land- helginnar. 2) Fá önnur lönd til að gera samninga við oss um svo mikil og vaxandi kaup á fiski og síld (bæði hrávöru og full úrunnri vöru), að oss sé óhætt þessvegna að auka fisk- og síld- arframleiðslu vora í öllum myndum, svo sem vér framast megnum. Einmitt nú er tækifærið til þess að reyna að ná slíkum samningum sem þessum. Ein- mitt nú þarf Evrópa, sem eðlilega verður allt- af höfuðmarkaður vor, á öllum þeim mat- vælum að halda sem hægt er að framleiða. Einmitt nú að þessu stríði loknu verður gerð tilraun til þess að skipuleggja framleiðslu heimsins — og aldrei hefur oss riðið meir á að vera á verði um, að vér verðum ek.ki svipt- ir þeim möguleikum, sem vér eigum mesta og bezta. Það yrði eðlilega þáttur í slíkum utanríkis- samningum að reyna að tryggja Islending- um og þar með fiskveiðendum yfirleitt betra og réttlátara verð en þeir hafa áður fengið fyrir vöru sína. Og um það atriði og fleira viðvíkjandi sölunni væri nauðsynlegt og eðli- legt að hafa góða samvinnu við frændur vora Norðmenn og Færeyinga. Og það er ekki vænna seinna en nú að byrja það samstarf. Það er eðlilega ekki hægt í stuttri grein sem þessari að rekja tæmandi svo mikið sem höfuðatriðin í íslenzkri utanríkispólitík, hvað þá smærri atriðin. En eitt aðalatriði verður þó að minnast á enn, því það er báðum hin- um fyrrnefndu nátengt. Það er að tryggja fjárhagslegt frelsi þjóðarinnar og er það að vissu leyti skilyrði fyrir báðum hinum: raun- verulegu stjórnarfarslegu frelsi og þróunar- möguleikum atvinnulífsins. Ef erlent bankavald og auðhringar, — sem eru heímsveldi, sterkari nokkru herveldi, — hafa tökin á atvinnulífi voru, þá verður stjórnarfarslegt frelsi aðeins yfirskyn sjálf- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.