Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 23
gangi á undan og leiði þá til frelsis og far- sældar? — Þá megið þér að vísu lengi bíða, bræður góðir! Því svo er langt frá, að þeir sé líklegir til að gerast oddvitar, að þeir fara varla í flokk yðvarn, nema neyðin þrýsti að þeim, það leiðir af stöðu þeirra og hugsunar- hætti, um það mætti reynslan hafa sannfært oss nógsamlega. . . Menn ættu ekki að skilja, fyrr en það heit væri handfest allra á milli, að hver í sinni sveit geri það honum er unnt til að kveikja þjóðlífið í héruðum, efla sam- heldi, framkvæmdir og dugnað, og enginn gangi úr þeim félagsskap upp frá þessu, með- an hann endist til, fyrr en vér höfum með góðu og löglegu móti öðlazt fullkomin þjóð- réttindi og þjóðfrelsi í sambandi við Dan- mörku. Islendingar! Ef þér sitjið nú af yður þetta tækifæri, það bezta færi, sem fram hefur boð- izt um mörg hundruð ár til að ná frelsi og þjóðréttindum, þá er hætt við, að slíkt komi ekki oftar, og þá lifir sú smánarminning þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að fyrir dáðleysi hennar og ósamheldi hafi Island enga viðreisn fengið, því þeir hafi beðið sjálf- ir um að leggja á sig ánauðarokið. Ný félagsrit IX, 1849. Alþýða þarf alþingi meir en höíðingjar . . Þó þar væru engir nema hinir svoköll- uðu höfðingjar, þó þeir töluðu þar um ekkert annað en aðferð þá, sem þeir ættu að hafa til að gera gagn sjálfra sín sem mest, þó þeim þætti ekkert sitt gagn annað en sjúga merg og blóð úr alþýðu og auka í öllu veldi sitt bæði andlegt og líkamlegt, — þá væri samt víst, að alþing kæmi allri alþýðu við og hverj- um einum hennar, þegar að er gáð, og það væri bein skylda hvers, sem gæti, að taka svari alþýðunnar og framfylgja rétti hennar með alefli, en hitt sýndi hina mestu ráðleysu og doðaskap að láta kúga sig aðgerðalausan og leggja sig i bönd með rangindum, þó höfð- ingjarnir væru svo skammsýnir, að þeir vildu gera það, hvað alls ekki er svo sérlega hætt STÚDENTABLAÐ við á íslandi að svo komnu. En nú er alþing engan veginn sett höfðingjunum í vil, heldur fyrst og fremst alþýðu til að gefa henni tæki- færi til að láta þá menn, sem hún helzt vildi kjósa, tala máli sínu og bera fram þarfir sín- ar. Höfðingjar og embættismenn þurfa ekki alþing í þeim skilningi, því þeir standa ofar í röð stéttanna og geta borið fram mál sín og vandkvæði sjálfir, en alþýða þarf þess með, því hún getur alls ekki borið fram sinar óskir og vandkvæði, nema það gangi í gegnum hendur embættismannanna. . . En þegar . . Islendingar hafa sjálfir látið fulltrúa sína á alþingi segja hátíðlega með upplyftum höndum, að þeir vilji vera þrælar og ekki frjálsir menn, þá játa ég, að alþing komi þeim ekki við, en fyri'i ekki. Jón Sigurðsson, Ný félr. II, 1842. Eru Islendingar tilbúnir að taka við sjálfstœði? . . valt er fyrir Island að vænta hjálpar af Danmöi’ku, ef ófrið ber að höndum við þá, sem geta gert Islandi nokkui't mein, en ekki er sagt, að það verði afskammtað, þó viljinn væri til, að Danmörk verði með þeim, sem Islandi geta orðið hættulegastir. En þegar þannig stendur á, þá er enginn annar kostur en hugsa fyi'ir sjálfum oss og smám saman koma ár voi’ri svo fyrir borð, að vér getum hi’undið af oss nokkru, ef á lægi, því ekki er land voi't auðsótt, ef dugur og samheldi er í landsmönnum til varnar . . Ef nú svo mætti til takast, annaðhvox’t að stjórnarbi’eyting yrði í Danmörku eður að slíkur ófi'iður kæmi, að Danmörk yrði ofur- liði boi’in og gæti ekki lið veitt oss eða jafn- vel yrði að skilja landið við sig eins og Noreg, hvoi't mundi þá vera tilkippilegra að hafa nokkui’n stjói’nax’vísi í landinu sjálfu eður eigi? Ég vona flestir muni óska, að þá yrði nokkur staður í landsmönnum. En hversu má ætlast til þess, þegar engin eining er og ekk- ei't almennt stjórnai’band, hver höndin er upp á móti annan’i og þeir inir hi'æddustu ráða mestu, eins og jafnan er vant? Jón Sigurðsson, Ný félr. I, 1841. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.