Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 27
Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands: V erkalýðshreyfingin á Islandi Ég heí verið beðinn að skrifa í Stúdenlablaðið um verkalýðshreyfinguna hér á landi í tilefni af stofnun iýðveldis á Islandi. Mér er að sjálfsögðu ljúft að verða við því, en jafnframt verð ég að biðja afsökunar, vegna þess, hversu ófullkomið þetta verður. Ég hef þó það til afsökunar, að í raun og veru er saga hvers verkalýðsfélags um sig fullkomið efni í ritgerð, sem væri mun meiri að vöxtum og gæðum en þetta greinarkorn er. AÐDRAGANDI. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar tóku at- vinnuhættir Islendinga miklum breytingum. Þá hófst, fyrir alvöru, stórútgerð þeirra tíma, þilskipaútgerðin eða skútuöldin, eins og það tímabil hefur stundum verið nefnt. Þessi at- vinnurekstur þurfti á fleira fólki að halda en bátaútvegurinn hafði gert, auk þess, sem þilskipin voru í mörgum tilfellum viðbót við opnu skipin, sem fyrir voru. Það var því lífs- nauðsyn fyrir þessa nýju útgerð, að fólk flyttist til útgerðarstöðvanna, því að ekki gátu skipin fiskað mannlaus, þó að góð væru talin, og einhverjir þurftu að hirða um afl- ann, sem barst á land. Það fór líka þannig, að fólk fluttist úr sveitunum til þess að leita sér lífsbjargar við sjóinn, sumir fóru í skiprúm, en aðrir unnu í landi. Það tók að sjálfsögðu nokkurn tíma, að menn áttuðu sig á þeirri breytingu, sem raun- verulega varð á lífsaðstöðu þeirra í þjóðfé- laginu við það að flytja í kauptún eða kaup- STÚDENTABLAÐ stað úr sveitinni. Þeir báru sig því að líkt og þeir höfðu áður gert, hver um sig reyndi að fá vinnu fyrir sig og sína fyrir það kaupgjald, sem atvinnurekandi vildi greiða, og við þau kjör að öðru leyti, sem boðin voru. Verkalýð- urinn til lands og sjávar, gerði sér varla grein fyrir tilverurétti sínum, hvað þá, að hann gerði sér grein fyrir samtakamætti þeim, sem hann gat verið megnugur að sýna. Hann hafði ekki enn tileinkað sér kenninguna í dæmisögunni um stafaknippið. Félagsandinn mun þó hafa myndast og þróast smátt og smátt og stefnt að því, sem koma skyldi. BRAUTRYÐJENDUR Árið 1894 var stofnað sjómannafélagið Báran í Reykjavík, og sennilega hefur það sama ár verið stofnað Verkamannafélag Ak- ureyrarkaupstaðar og litlu síðar, eða 1896, Verkamannafélag Seyðisfjarðar. Árið 1897 er stofnað Hið íslenzka prentarafélag, og er það eina félagið af þessum, sem hefur starfað ó- slitið frá stofndegi. Seyðisfjarðarfélagið lá niðri stuttan tíma, en var endurvakið með nýju nafni og heitir nú Fram. Svipaða sögu er að segja af Akureyrarfélaginu. Sjómannafélagið Báran stofnaði deildir í nærliggjandi sjóþorpum, bæði vestan fjalls og austan. Deildirnar mynduðu samband og héldu fulltrúaþing. Þetta félag byggði meðal annars samkomuhúsið Báruna í Reykjavík, sem nú er eign Knattspyrnufélags Reykja- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.