Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 30
Á haustþinginu var Jón Baldvinsson kjör- inn forseti, og gengdi hann því starfi til dauðadags, 17. marz 1938, eða í rúmlega 21 ár. Alþýðusambandið var ekki fyrirferðamikil stofnun, að því stóðu fá og félítil félög fá- tækra manna. Störfin varð öll að vinna í hjáverkum, og liggur því í augum uppi, að margt hefur orðið að láta ógert, sem þurft hefði að framkvæma. En þrátt fyrir þetta tók það við forystunni, stofnaði félög á ýms- um stöðum, glæddi starf þeirra, sem fyrir voru, og gætti hagsmuna hreyfingarinnar út á við. Sambandið hefur unnið ómetanleg störf fyrir verkalýðinn og alla alþýðu þessa lands, bæði á stéttarlegum og stjórnmálaleg- um vettvangi. Nú eru innan vébanda þess 115 félög með nálægt 21000 félagsmönnum. HVAÐ HEFUR UNNIZT ? Það hefur oft borið við, þegar spurt hefur verið um starf einhvers manns, að þá hefur verið sagt: ,,Hann er bara verkamaður". Þetta litla orð ,,bara“, sem skotið hefur verið inn í setninguna, segir glöggt til um virðing- arleysið, sem verkalýðsstéttin hefur átt að mæta hjá öðrum sarfsgreinum og jafnvel inn- an eigin vébanda. Þetta er að breytast, verkafólkið er vaknað til meðvitundar um til- verurétt sinn og gildi í þjóðfélaginu. Það þor- ir nú að viðurkenna það fyrir sjálfu sér og öðrum, að störf þau, sem það innir af hönd- um, séu eigi síður nauðsynleg en stöi’f ann- arra manna, og að því beri að fá sinn hiut úr nægtabúri föðurlands síns. Á löggjafarsviðinu hefur töluvert áunnizt til réttarbóta og öryggis fyrir alþýðuna. En að sjálfsögðu stendur það þó enn til bóta eins og annað. Að síðustu þetta: Það hefur farið saman, aukin sjálfstjórn þjóðarinnar og vöxtur verkalýðshreyfingarinnar, og nú á þessu ári, þegar verkalýðshreyfingin á fimmtugsaf- mæli hér á landi, hefur Alþingi og þjóðin sjálf ákveðið með atkvæði sinu að gera Is- 28 land að lýðveldi að nýju. Allir sannir Islend- ingar, í hvaða stétt eða stöðu, sem þeir eru, vona og treysta því, að þjóðinni farnist vel á komandi tímum. En til þess að svo megi verða, þarf ísland meðal annars að eiga verkalýðsstétt, sem ber höfuðið hátt og van- metur ekki störf sín og gildi þeirra. Verka- lýð, sem er og finnur sjálfur, að hann er í hópi frjálsra manna í frjálsu iandi. Frá ritneíndinni Stúdentaráð Háskóla Islands ákvað s.I. vet- ur að gefa út hátiðarrit í tilefni af uppsögn sambandslagasáttmálans og væntanlegri stofnun lýðveldis á Islandi 17. júní. Kaus ráð- ið sjö manna nefnd til þess að annast útgáf- una. Var þegar hafist handa um að safna efni í ritið og skrifaði nefndin ýmsum þekktum 'lnönnum, með tilmælum um að þeir skrif- uðu greinar í ritið. Margir þeirra brugðust vel við og sendu greinar, en sumir sáu sér það ekki fært, því miður. Ritið er því ekki eins fjölbreytt að efni og ritnefndin hefði kosið, og áformað var. Björn Sigfússon magister leiðbeindi oss um val kafla þeirra, sem birtir eru úr Nýjum Fé- lagsritum og Fjölni, en þá hafði hann valið i bókina ,,Neista“, sem forlagið Þjóð og Saga gefur út. Kunnum vér honum þakkir fyrir. Ennfremur þökkum vér öllum, sem sendu oss greinar og einnig hinum, sem á annan hátt hafa greitt fyrir ritinu og þá fyrst og fremst Kristjáni Sæmundssyni prentsmiðjustjóra fyrir ágætt samstarf við prentun ritsins. Bárður Daníelsson Bjarni Sigurðsson Ásgeir Magnússon, Eggert Kristjánsson Kristinn Gunnarsson, Guðmundur Sveinsson Eva Ragnarsdóttir Forsíðu blaðsins hefur Jóhann Bernhard teiknað. STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.