Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 38

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 38
Nýtízku fiskimjöls- og lýsisvinnslustöö þýðingarmiklum atriðum mjög snautt. Það er hrjóstrugt og mikill hluti þess lítt ræktan- legur, og enn stærri hluti óræktanlegur, og þar finnast engir málmar í jörðu, sem að gagni mega koma. En það sem háir okkur þó sennilega lang mest er fámennið og strjál- býlið. Fyrir fæðar sakir og smæðar er okk- ur enn meinað að nýta, nema að örlitlu leyti, þau auðæfi, sem landið hefur upp á að bjóða og svo mun óhjákvæmilega enn verða, um nokkra hríð. Fátækt landsins af ýmsum þýðingarmikl- um náttúruauðæfum og tiltölulega fábreyttir framleiðsluhættir hljóta að leiða til þess, að ef lifa á nútíma menningarlífi í landinu, verð- ur að sækja margt til annarra þjóða. Inn- flutningsþörfin er ákaflega mikil, bæði til daglegra þarfa fólksins i landinu og þó eink- um til þess, að unnt sé að halda áfram rekstri atvinnuveganna. Kornmat og nokkrar aðrar þýðingarmiklar vörutegundir, sem landið ýmist alls ekki getur gefið okkur eða þá ekki í nægilega ríkum mæli, verðum við að sækja til annarra landa. Ennfremur verðum við að flytja inn allt það, sem heitir vörur úr hvers konar málmum, svo og efni tii bygginga og ótal margt fleira. Til þess að gera okkur kleift að afla þeirra nauðsynja, sem við get- um ekki án verið, verðum við að eiga þann gjaldeyri, sem þarf til greiðslu þessara nauð- synja. öflun gjaldeyrisins fer fram á þann hátt, að við seljum til annarra þjóða vörur og þjónustur. Af hinu síðarnefnda höfum við Islendingar haft ákaflega lítið að segja, fyrr en þá nú hin allra síðustu ár og gera má ráð fyrir, að þar sé einnig um tímabundið fyrir- bæri að ræða. Við verðum því að treysta á hið fyrra atriðið. Það er okkur því lifsnauð- syn, að útflutningurinn sé sem allra mestur að verðmæti, svo að við þurfum ekki að grípa til neinna örþrifaráða, svo sem slíkra, að tak- marka nauðsynlegan innflutning til landsins. Um mörg undanfarin ár hefur sjávarútveg- urinn lagt til meira en 80% af verðmæti út- flutningsins, og hin síðustu árin nokkuð yfir 90%, en afgangurinn hefur komið frá land- búnaðinum aðallega. Nú ber að sjálfsögðu að gæta þess, að nokkur hluti innflutningsins gengur til sjáv- arútvegsins aftur, þar sem eru öll fram- leiðslutæki hans. Hversu miklum hluta inn- flutningsins þetta nemur, er ekki vitað með vissu, en ekki mun það vera nema hlutfalls- lega lítið samanborið við það, hversu sjávar- afurðirnar eru mikill hluti af verðmæti út- flutningsins. 36 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.