Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 39

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 39
Uppskipun á fiski Það er því augljóst, þegar þessar stað- reyndir eru athugaðar í ljósi þess, sem sagt hefur verið að framan, að sjávarútvegurinn hefur í þessu tilliti grundvallarþýðingu, og skapar fyrst og fremst þau skilyrði, sem þjóð- inni eru nauðsynleg til að geta lifað nútíma menningarlífi í landinu. Hér að framan hefur verið gerð tilraun til að bregða ljósi yfir það hlutverk, sem sjávar- útvegurinn hefur að rækja. Að sjálfsögðu er sú mynd, sem dregin hefur verið upp í svo stuttu máli að ýmsu leyti mjög ófullkomin, en þó vonandi nægilega skýr til þess, að menn geti áttað sig á mikilvægi þessa hlutverks. Þjóðin, sem byggir þetta land, stendur nú á tímamótum í sögu sinni. Aldagamall draurn- ur hennar er nú að rætast með því að endur- heimt verður að fullu hið stjórnarfarslega sjálfstæði, sem hún glataði fyrir nær 7 öld- um. Tíminn einn getur leitt í ljós, hversu henni tekst að varðveita þetta fjöregg sitt. Eitt hið allra þýðingarmesta atriði í því sam- bandi, er að takast megi að undirbyggja svo hið efnahagslega sjálfstæði, að því verði ekki haggað, því takist það ekki, getur stjórnar- farslegt sjálfstæði orðið lítilsvirði, enda þá oft skammt að bíða þess, að það glatist einnig. STÚDENTABLAÐ Ein hin traustasta stoð undir efnahagslegu sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar er sjávarút- vegurinn. 1 hinni miklu auðlegð fiskimiðanna umhverfis landið liggur fólginn sá fjársjóður, sem lífsafkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á, og svo hlýtur enn að verða í fram- tíðinni. Veltur þá mest á því, að þjóðin kunni á réttan hátt að notfæra sér þá möguleika, sem náttúran býður henni í þessu efni. Á lokadaginn 1944. Davíð Ólafsson. lýsing borgcsra á emfoœfltissfétt. Lærdóms- og kennidómsstéttanna ásteyt- ingarsker teljast helzt: drambsemi, hégóma- dýrð, æru- og þrætugirni, fyrirlátsemi, of- traust á eigin og annarra lærdómi og kenn- ingum, skortur umburðarlyndis margra við aðra, drottnunarsótt og ímyndaður umi'áða- réttur annarra lífs- og sálarheilla. Á stund- um freistast þær til leti og vanræktar skyldu- verka, en þó ágengni í tekjurn. (Magnús Stephensen, Ræður Hjálmai’s á Bjargi, 50—51). 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.