Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 41
að hef jast um og eftir aldamótin 1800, var fá- tækt og umkomuleysi þjóðarinnar svo átakan- legt að við landauðn lá. Verklegar fram- kvæmdir voru henni með öllu framandi. Land- ið mátti kallast óvegað og óbrúað sem á landnámsöld. Það hafði blásið upp og þorrið að frjóefnum. Húsagerð öll var með forn- aldarsniði. Ekkert varanlegt byggingarefni var fáanlegt, svo að bæirnir hurfu jafnóðum í jörðina með hverri kynslóð er byggði þá, og á undan henni. Þetta umkomuleysi þjóðar- innar var um leið umkomuleysi bændastétt- arinnar. Hennar beið það hlutverk að byggja allt frá grunni, á sama hátt og þeirra er sneru sér að hinum nýju starfsgreinum þjóðfélags- ins. Munurinn var aðeins sá, að þar sem hin- ar nýju starfsstéttir eins og útgerðar og sjó- mannastéttin gátu þegar tileinkað sér þá tækni í sinni grein, er sem bezt hafði reynzt með öðrum þjóðum og beitt henni viðstöðu- laust með góðum árangri á fiskimiðin — ein- hver auðugustu fiskimið heimsins, þá urðu bændurnir að byrja á því að umskapa landið, rækta það og slétta, áður en unnt væri að beita hinum vinnusparandi tækjum til gagns við framleiðslu þeirra. Hin nýja sókn hafin. Samfara frelsisbaráttu þjóðarinnar á 19. öldinni og þó einkum eftir þá sigra er hún smám saman vann í sjálfstæðismálunum, hefst viðleitni hennar til margvíslegra umbóta í verklegum efnum, einnig innan landbúnað- arins. Þessi viðleitni kemur fram í nýjum fé- lagssamtökum meðal bænda svo og stofnun bændaskóla. Árið 1837 er Búnaðarfélag Suðuramtsins stofnað, en það var undanfari Búnaðarfélags Islands, sem er stofnað upp úr því árið 1889. Fyrsta hreppabúnaðarfélagið var stofnað 1842 og bættust fljótlega önnur við smátt og smátt á næstu árum og er aukningin örust þjóðhátíðarárið 1874 og upp úr því. Fyrsti ráðunautur Búnaðarfélags Suðuramtsins er ráðinn 1873 Sveinn Sveinsson síðar skólastjóri á Hvanneyri. Á árunum 1880—1889 eru stofn- aðir 4 búnaðarskólar, í Ólafsdal, á Hólum, á STÚDENTABLAÐ Torfa í uppblásnu landi Eiðum og Hvanneyri. Fyrsta kaupfélagið stofna bændur (Kaupfélag Þingeyinga) árið 1882, og bættust brátt fleiri við. Ber öll þessi starfsemi vott um vaxandi framfarahug, og bar mikinn árangur til hagsbóta fyrir land- búnaðinn. Aðal viðfangsefni Búnaðarfélag- anna var jarðræktin, sem einkum beindist að túnasléttun og túngirðingum. Eftir að Alþingi fékk fjárveitingavald tók það að styðja rækt- unina og búnaðarfélagsskapinn. Fyrsta árið nam þessi upphæð kr. 2400,00, er fór ört vax- andi eftir því sem fjárráð þess jukust. Eflist nú búnaðarfélagsskapurinn ár frá ári, einkum eftir að kemur fram yfir aldamótin 1900, og eykur verkefni sín. Fyrsta sauðfjárræktar- félagið er stofnað 1897, fyrsta nautgripa- ræktarfélagið 1903 og fyrsta hrossaræktar- félagið 1904. Á sama tíma fjölgar mjög hreppabúnaðarfélögunum og öll félagsstarf- semi færist í fastara skipulag. Sérstakt Bún- aðarþing er sett á laggirnar, og hin einstöku félög mynda Búnaðarsambönd innan hérað- anna, er síðan senda fulltrúa á Búnaðarþing- ið, er ráðstafar málum félagsheildarinnar og kýs því stjórn. Ráðunautum félagsins fjölgar og tilraunastarfsemi er hafin í jarðrækt og garðrækt. Samhliða þessu f jölgar svo búf jár- ræktarfélögunum, og árið 1931 beitir Búnað- arþing sér fyrir setningu búf járræktarlaga, er 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.