Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 42

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 42
fella starfsemi þessa í fastan farveg. Þá er og almenn búnaoarfræðsla aukin og bændaskól- arnir efldir. I kjölfar þessara félagslegu framfara fylgja svo margvíslegar verklegar umbætur á ýms- um sviðum. Stórtækustu framförum í jarðræktinni valda þó jarðræktarlögin er sett voru fyrir forgöngu Búnaðarfélags Islands og samþykkt á Alþingi 1923. Með þeim er stóraukinn stuðn- ingur ríkisins við ræktun landsins, og um leið viðurkennt af löggjafarvaldinu, að alþjóð beri að styðja slík landnemastörf sem frumrækt- un landsins er. Lög þessi hafa síðar verið endurskoðuð og nokkrum sinnum umbætt og meðal annars bætt í þau kafla um verkfæra- kaupasjóð, en með honum var bændum veitt- ur stuðningur til að eignast nýtízku vinnu- vélar við jarðyrkju og fleiri bústörf. Þá voru og gerðar sérstakar ráðstafanir af hálfu ríkis- ins til að greiða fyrir innflutningi og notkun tilbúins áburðar til eflingar ræktuninni. Húsagerð í sveitum tók einnig að þokast áfram á sama tíma. Eins og fyrr er drepið á, átti íslenzka þjóðin mjög fáar varanlegar byggingar um síðustu aldamót. Flestir sveita- bæir voru byggðir af grjóti og torfi og fjöldi þeirra á fallanda fæti. Timburhús voru þá komin á stöku stað til sveita, en fyrsta stein- steypuhúsið var byggt í Sveinatungu í Mýra- sýslu árið 1895. Gripahús voru á sama hátt mjög hrörleg og hlöður óvíða yfir heyin. Upp úr aldamótunum 1900 fara bændur að leggja sig fram um að koma upp varanlegum húsum og vistlegri en áður tíðkuðust. Eru byggð all- mörg timburhús í sveitum fyrstu áratugi ald- arinnar, jafnframt voru þá víða reist gripa- hús og hlöður varin járni. Steinbyggingar eru ekki hafnar í sveitum að neinu ráði fyrr en á öðrum tug aldarinnar. Það sem einkum stóð byggingum, sem og öðrum almennum umbótum, fyrir þrifum lengi vel, var í fyrsta lagi vegleysi og að- drátta-örðugleikar, og í annan stað hitt, að lánstofnanir landsins voru meir sniðnar við þarfir útvegs og verzlunar en landbúnaðarins. Smám saman er þessum hindrunum þokað úr vegi. Samgöngur stórbatna þegar á fyrstu tveim tugum aldarinnar fyrir aukna vegagerð og brúa, og með stofnun Ræktunai’sjóðs hins nýja og Byggingar- og landnámssjóðs og svo stofnun Búnaðarbankans á árunum 1927— 1930, var mjög bætt úr brýnustu lánaþörf landbúnaðarins. Veittu stofnanir þessar lán til langs tíma en vöxtum var mjög í hóf stillt — eins og allsstaðar tíðkast um landbúnaðarlán. Árið 1937 er samþykkt á Alþingi löggjöf um nýbýli og samvinnubyggðir, þar sem veittur er stóraukinn stuðningur af hálfu rík- isins þeim til handa, er reisa ný sveitabýli frá grunni. Árið 1936 eru svo sett lög um endurbygg- ingarstyrki á sveitabýlum, þar sem fátækum bændum er veittur nokkur beinn stuðningur við byggingu íbúðarhúsa svipað því er ríkið áður hafði komið á í sambandi við byggingu verkamannabústaða. Verkun öll á framleiðsluvörum landbúnað- arins mátti teljast mjög frumstæð allt fram yfir síðustu aldamót. Smjörverkun þekktist ekki nema á hinum einstöku heimilum og ekki önnur verkun á kjöti en söltun. Fyrsta rjómabúið var svo stofnað alda- mótaárið og fjölgaði þeim töluvert á næstu árum, og var þá allmikið af smjöri flutt til Bretlands og seldist við góðu verði. Á styrj- STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.