Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 44

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 44
 Trjárœ k tarstöö landsins séu reistar á þessari öld og þó lang- samlega mest á síðari árum. Samkvæmt nýj- asta fasteignamati eru byggingar á sveitabýl- um nú, sem næst því er hér segir: Af 5822 lögbýlum, sem nú eru talin, eru í- búðarhús úr steinsteypu á 33%, úr timbri á 30 %, blandaðar byggingar (timbur, steinn, torf) á 21%, og torfbæir á 16%. Steinfjós eru á 24%, þurrheyshlöður á 90%, votheyshlöður á 27%, haughús á 24% og þvaggrifjur á 28% — allra byggðra jarða. Nýbýli hafa verið reist í landinu, um 320 síð- an Nýbýlalöggjöfin tók til starfa. Búfé landsmanna hefur á þessu tímabili fremur fjölgað þrátt fyrir skæðar sauðfjár- pestir hin síðustu ár eins og eftirfarandi tölur sýna: Árið 1900 er sauðfjáreignin talin 470 þús., 1924 580 þús., 1942 650 þús. Nautpeningur er árið 1900 23 þús., 1924 24 þús., 1942 41 þús. Hestar árið 1900 42 þús., 1924 51 þús., 1942 61 þús. Vænleiki fjárins hefur aukizt verulega hin síðari árin og fallþungi dilkanna stöðugt vax- ið, sem er afleiðing bættrar meðferðar og kynbóta. Nýungar í búnaði. Á síðari árum hefur garðyrkja tekið miklum framförum, einkum gróðurhúsaræktin. Fyrsta gróðurhúsið var byggt árið 1923 en nú eru undir gleri um 4 ha. lands og fer árvöxtum. Garðyrkjuskóli ríkisins hefur verið stofn- aður að Reykjum í ölfusi, þar sem rekin er umfangsmikil garðyrkja í húsum og á ber- svæði. Fiskirækt hefur verið hafin í ám og vötn- um og þegar borið góðan árangur. Loðdýrarœkt var hafin fyrir röskum tug ára og eiga landsmenn nú loðdýrastofn er nemur 9 þúsund dýrum, aðallega refum og minkum. Hefur útflutningur skinna numið á aðra milljón króna á ári undanfarin ár. Kjólkurbú. Rekin eru nú á landinu 7 full- komin mjólkurbú, er taka á móti og vinna úr um 20 milljón mjólkurlítra árlega. Auk þess eru starfandi nokkur rjómabú og smjörsam- lög. Kjötverkunin hefur gjörbreytzt. Fullkomn- um sláturhúsum hefur verið komið upp á flestum slátrunarstöðum og frystihúsum viö allar helztu útflutningshafnir. Er nú megin- hluti kjötsins seldur frystur bæði á innlend- um markaði og til útflutnings. Af framansögðu má það ljóst vera, að af- köst landbúnaðarins í heild hafa aukizt stór- um á þessu umrædda tímabili þrátt fyrir mikla fækkun þeirra, er að honum vinna. Eftir því sem næst verður komizt, þá hafa framleiðsluafköstin þrefaldazt til fjórfaldazt á hvern mann, sem landbúnað stunda nú, bor- ið saman við það, sem var um síðustu alda- mót. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær, að eftir að fólkinu fækkaði í sveitunum, varð það bundnara og stöðugra við sveitastörfin allan ársins hring en áður hafði tíðkazt. Einnig hefur hinn forni heimilisiðnaður að mestu lagzt niður og störfin verið meir helg- uð hinum eiginlegu búnaðarstörfum. Mestu veldur hér þó um aukning véla og vinnusparandi tækja, sem hin aukna ræktun landsins hefur gert unnt að taka í notkun. Er óhætt að fullyrða, að hefði þeirra ekki notio við svo sem raun hefur á orðið, þá hefði land- búnaðarframleiðslan stórum lamazt á undan- förnum árum, þrátt fyrir aðrar þær umbæt- ur, sem orðið hafa í rekstri hans. 42 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.