Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 49

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 49
í það, að láta iðnaðarmenn ekki framkvæma þau verk, sem undir iðnað heyra, og ná iðulega góðri samvinnu um það við ýmsa valdamenn þjóðarinnar. — Og skilningsleysi þjóðfulltrúanna á nauðsyn og þjóðfélagslegri þýðingu starfs iðnaðarmanna, kemur ef til vill gleggst fram í lögum um iðnað, þar sem sveitum landsins og smærri kauptúnum eru veitt þau hlunnindi, að þar er ekki skylt að hafa iðnaðarmenn til húsagerðar. Þar líta þeir á það sem hlunnindi, að fá að búa við frumstæðari húsakost en almennt er álitið nauðsynlegt. Þrátt fyrir allan seinagang í þróun iðnaðar- ins á Islandi, á íslenzka þjóðin margt ágætra iðnaðarmanna, sem þykja myndu liðtækir hvar sem væri um víða veröld. Þeir hafa vax- ið með verkefnunum og velmegun þjóðarinn- ar. Aðstæður þeirra eru þó hvergi nærri góð- ar ennþá. Skortur á efni innan lands og höml- ur á innflutningi þess, hefur mjög dregið úr því, að þeir fengju notið sín sem skyldi, og skortur verkfæra er enn tilfinnanlegur trafali á framkvæmdabraut þeirra. En þegar litið er til þess, hve skammt er síðan að þjóðin komst á stig handverksins, eru afköstin ótrúlega mikil og spá góðu um það, að með bættum skilyrðum, vaxandi velmegun þjóðarinnar og aukinni þjóðmenningu, eigi iðnaðarmanna- stéttin eftir, að setja svip sinn á íslenzkt at- vinnulíf. Þegar vélaöldin hófst með kolum og olíu sem orkugjafa, er fsland langt á eftir öðrum þjóðum. Fyrst og fremst af því, að þjóðin er ekki komin á það athafnastig sökum fátækt- ar og framtaksleysis, sem margra alda erlend kúgun hafði búið henni. Auk þess átti Island ekkert kola né olíu í skauti sínu og varð að sækja það til fjarlægra landa. En nú er vélaöldin að halda innreið sína í landið og mun afkasta verki marga handa. Er nú slík- ur boðskapur fagnaðarerindi til íslenzkra iðn- aðarmanna og annarra vinnandi manna? spyrjum vér, sem eigum einskis annars úr- kosta, en að lifa á vinnu okkar. Það er sorg- legt að svona spurningar skuli vera bornar STÚDENTABLAÐ fram á þessum tímum — og eiga rétt á sér. Og enn sorglegra er það, að enn skuli vera ástæða til að svara spurningunni neitandi frá sjónarmiði daglegrar lífsafkomu meiri hluta þjóðarinnar, meðan aukin vélaafköst þýða undir ríkjandi þjóðskipulagi aukið atvinnu- leysi — aukna neyð fjöldans. Og því hörmu- legra er það, þegar þess er gætt, að þróun tækninnar er að gera okkar kalda og kola- snauða land að landi mikilla möguleika, sem gæti skipað því á bekk með mestu fram- leiðslu- og iðnaðarlöndum heims, miðað við fólksfjölda. Rafmagnsöldin gefur þjóð þessa kolasnauða lands jafnvel meiri möguleika til að nytja náttúruauðæfi, en þjóð nokkurs ann- ars lands, og getur gert hagsæld hvers einasta þjóðarþegns svo mikla, að hér sé lifað full- komnu menningarlífi, er vinni þjóðinni þá viðurkenningu, er skipi henni á bekk með öndvegisþjóðum. En til þess að ná því marki, þarf margt að breytast með þjóð vorri. En fyrst af öllu þarf atvinnuöryggi þjóðarinnar að fullkomnast. Hver einasti vinnufær Islend- ingur skal skyldur til starfa, enda sé réttur hans til að njóta ávaxta vinnunnar gagn- kvæmur skyldunni. Það er ekki úr vegi á þeim mikilvægu tímamótum, sem þjóð vor stendur nú á, að vér gerum oss ljóst, að krefjast verður þess, að hver íslendingur geri skyldu sína. Þjóð sem gerir kröfu til þess, að vera frjáls og full- valda, verður að sýna, að hún sé verðug þeirrar viðurkenningar. Ég vil minnast hér á þær kröfur, sem þjóð- in verður að gera til okkar iðnaðarmanna, en tek það jafnframt fram, að likar kröfur verð- ur hún að gera til annarra atvinnustétta sinna. Þjóðin þarf að eignast sterka og menntaða i ðnaðarmannastétt. Oss hefur um skeið verið legið á hálsi fyrir það, hve þröngar dyr vér höfum viljað hafa til iðnmenntunar ungra og efnilegra manna, sem hafa viljað læra iðnir, og slíkar ásakanir hafa að nokkru haft, við rök að styðjast. Það má jafnvel segja að ein snarpasta barátta iðn- félaganna um skeið hafi verið sú, að tak- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.