Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 7
Stúdentablað 1. desember 1944 ÞORKELL JÓHANNESSON, próf essor: 1. desember 1. desember lí)18 var allmikið fjölmenni saman komið við Lækjartorg í Reykjavík, er lýst var fullveldi þjóðarinnar og ríkisfáni ís- lands dreginn að liún í fyrsta sinn. Síðan ern liðin 26 ár, en efalaust ntuna margir enn þennan korgaða dag og máttvana tilraun hans til þess að hefja sig upp úr venjulegu litlausu skammdegi. Fáfróðan vegfaranda, sem gekk þarna framhjá myndi vart hafa grunað, að mannljöldinn, sem á torginu stóð, væri jrang- að kominn lil Jress að fagna, heldur einungis til jtess að horfa á, fyrir forvitni sakir. Þátttakend- ur voru þarna nokkrir hálfvandræðalegir em- bæ'ttismenn og danskir soldátar. Þó kom nokk- urt rót á mannfjöldann, er íslcnzki ríkisfáninn var dreginn að hún, líkt og menn áttuðu sig snöggvast. En svo var sú athöfn búin, sú ör- lagastund hjá liðin. Það sá ;í, að þjóðin, sem þarna átti að lagna hinum glæsilegasta sigri í lmndrað ára gamalli baráttu fyrir dýrmætustu réttindum sínum, hafði ekki mikla æfingu í Jrví að halda JjjóðJiá'tíð. Henni fór líkt og bóndanum í Viðvík í sögu Guðmundar bisk- ups góða, en liann var, eins og sagan segir, óvanur að sjá heilagan anda og Jjóttist ekki skilja, hvat fugla ]>at var, og Jxar með var sá fugl floginn. F.n Jjótt svo tækist til, varð hon- um atburðurinn ekki með öllu áhrilalaus. A- hrilin frá I. desember liafa líka halt mikla ])ýð- ingu fyrir Jjjóð okkar, Jjótt viðbrigðalítil væri í lyrstu. Þaðsýndi Al|)ingishátíðin 1930og])jóð- veldishátíðin í sumar. Þá gat engum dulizt, að ])jóðin var vöknttð til fulls, var ekki lengur áhorfandi, utan gálta og tvíhenfur áhorfandi, heldur einhuga og öiuggur þátttakandi, svo sem hæfði frjálsri þjóð á örlagastundu henn- ar. — Sagan um I. desember er ekki liing orðin og ])() má mikið af henni læra. Fyrstu árin var lítið um daginn hirt. 2. desenrber 1921 gaf að líta svofellda klausu í Morgunblaðinu: „Þrjggja ára fullveldisafmæli var í gær. Voru fánar dregnir að hún víðast í bænum og'kcnnsluhlé í skólum. Annar hátíðabragur var ekki á bæn- um." Engin ræðuhöld eða almennar samkom- ur í minningu dagsins, aðeins nokkrir fánar — og frí í skólum. Minna máfti [>að trauðlega vera. Forgönguna skorti. Þá konta stúdentarnir til sögunnar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.