Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 8
2 STÚDENTABLAÐ Þegar þetta gerðist, hafði Reykjavík verið háskólabær í tíu ár, og lengst þess tíma hafði hún litlar sem engar men jar borið þeirrar veg- semdar. Sjálfur háskólinn var þá að kalla mátti „ósýnileg stærð“, átti ekkert húsnæði, og stúd- entarnir engán samastað, Fram til ársins 1918 mátti kalla, að íslenzkir stúdentar nyti óskertra forréttinda sinna um námsstyrk við Kaup- mannahafnarháskóla, en það og svo hitt, hversu fábreyttir námskostir stúdentanna voru hér heima, dró árlega vænan hóp til nárns ytra — og að líkindum ekki námsmenn af lakari endanum. Þetta breyttist nokkuð við hinn nýja sáttmála 1918: íslenzku stúdentarnir misstu forréttindi sín til Garðvistar í Kaupmannahöfn og sóttu þangað miklu færri en áðirr. Aðsókn að háskólanum liér heima fór vaxandi, enda fjölgaði þeim ár frá ári að kalla, er stúdentspróf tóku. Hugmyndinni um stúdentaheimili, stúd- endagarð skaut æ oftar upp, er námsskilyrðin hér heima bar á góma. Haustið 1922 var svo Matstofa stúdenta, Mensa academica, sett á stofn, að forgöngu Lúðvígs Guðmundssonar. Þar með höfðu stúdentar eignazt nokkurs kon- ar heimili í bænum. Næsta takmarkið, sjálfan Stúdentagarðinn, hillti nú upp fyrir sjónir stúdentapna, óljóst að vísu, en miklu nær að Jrví, er virtist, en nokkurn hafði áður um dreymt. Og svo kom 1. desember 1922. Stúdentar ákváðu að lialda Jrann dag hátíðlegan sem þjóð- minningardag og hefja jafnframt baráttuna lyrir stofnun stúdentagarðs. Þetta fór reyndar ágætlega saman, svo sem rann gaf vitni, þótt einhverjum kunni að hafa sýnzt annað í l'ljótu áliti. Stofnun háskólans sjálfs 1911 var hreint og beint sjálfstæðismál. Með sáttmálanum 1918 hafði þjóðin í raun og veru teki/.t á hendur brýnni skyldur við háskóla sinn en nokkru sinni áðlir, en lítið gert til Jtess að uppfylla {Dær. Nú var stundin komin. Að þessu hafði þjóðin vottað fullveldi sitt einkanlega á papp- írnum, með því t. d. að breyta orðinu „lands- sjóður“ í „ríkissjóður" o. fl. af því tagi. Hér bættist svo við kennsluhlé í skólum. Nú skyldi kveðið við annan tón og dagurinn haldinn há- tíðlegur með skrúðgöngu, lúðrablæstri og fána- burði um götur Reykjavíkur, ræðu af svölum AlJ^ingisluissins og samkomum í samkomuhús- um bæjarins. Þess var vænzt, að víðar færi líku fram. Þetta heppnaðist vel frá öndverðu. Að vísu bar ef til vill einna mest á áróðri fyrir stúdentagarðinn. En seinna breyttist þetta og minning fullveldisins fékk að sjálfsögðu liæsta sess. Smátt og smátt varð svo 1. desember reglu- legur þjóðminningardagur í bæjum landsins og sveitum, eftir Jjví sent árstíminn leyfði, al- mennur frídagur, þjóðhátíð vetrarins, dagur minningar og eigi síður dagur hvatninga og nýrra áforma — ekki aðeins dagur stiklentanna, heldur þjóðarinnar allrar. Nú hefur Jzjóð vor eignazt nýjan þjóðmínn- ingardag, dag, sem tengdur er áhrifaríkustu og glæsilegustu minningu kynslóðar vorrar, og var þó helgur fyrir, dag, sem þar að auki býr yfir öllum tölrum sólmánaðar í okkar sumar- fagra landi. Hvað verður nú um 1. desember, þjóðhátíð vetrarins? Á hann að verða það, sem hann fyrrum var? Á klausan í Morgunblaðinu 1921 að verða eftirmæli hans? Nei, minning þessa dags má aldrei l'ölna í hugum íslendinga. Þótt skammdegið sé að jafnaði óhagstætt al- mennum samfundum og hátíðahöldum, er ald- rei brýnni þörf á því að glæða Jrrek og þor, blanda geði við aðra menn, strengja heit, beina huganum f'ram til nýrra verka og úrlausna. Þjóðhátíð vetrarins má með engu móti niður falla, minningin um 1. desember á að lifa einn- ig hjá öldum og óbornum. Æskan, hinir ungu menntamenn, liófu þennan dag til vegs og þeir munu ekki bregðast honum. Minningarhátíð á hann að vera, en jafnframt almennur heitdag- ur Jrjóðarinnar,helgaður l'ramtíðinni,einhverri sérstakri Jrjóðíiýtri framkvæmd eða hugsjón hverju sinni. Ef til vill Jryrfti að gera fasta skíp- an á um hátíðahöld dagsins, tryggja sarntök Jjess vegna ttm landið allt. Reynslan mun sýna Jjað. En sti skipan eða samtök eiga ætíð og alls staðar að vera almenn. í Jjessu landi er allt of margt sem sundrar og klýfur. En því dýrmætara er livað eina, er sætt getur og sameinað okkar sundruðu krafta.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.