Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 16
10 STÚDENTABLAÐ GEIR HALLGRlMSSON, Vaka, fclag lýðræðissinnaðra stúdcnta: Lífsskoðun Vökumanns I>eir eru ekki fáir ínennirnir, sctn hafa cytt lífi sínu öllu í leit að svari við liinni klassisktt spurningu: Hver cr tilgangur lífsins? Þær efu ckki fáar ræðurnar, sent uin þetta efni liala ver- ið fluttar. Og þau ertt ekki fá öll ritin, setn skrifuð hafa verið uni þetta mál. En sé cin- göngu átt við lílið hér á jörðu og annað ekki, hefur árangurinn verið rýr. Svör liala að vísu verið gefin, fleiri en tölu tekttr, en flest svo úr garði gerð, að ræða tná utn sannleiksgildi þeirra fram og al tur. En áfram hjólið snýst, menn læðast, liía og deyja, þvi að enginn stöðvar tímans þunga nið. Og meðan æðri vitneskja er ekki fyrir hendi en sú, sem lífsvitund hvers einstaklings boðar ltonum, hljóta menn að verja lífi síntt á þann eina hátt, setn þessi lífsvitund segir þeim til um. Mennirnir eru að vísu eins ólíkir og þeir cru margir, cn engu að síður eru nokkur grund- vallarskilyrði, sem sameiginleg eru og uppfylla verðttr, ef vel á að vcra og menn eiga að geta lifað lííinu samkvæmt eðli sínu innan þess ramma, scm mannlegt samfélag setur. Einna ljósast liafa þessi grundvallarskilyrði verið sett l’ratn í Atlantshafssáttmálanum svo- nefnda, þar sem greint er l'rá fjórum atriðum Irelsisins: tjáiíingarfrelsi, trúfrelsi, öryggi gegn ótta og öryggi gegn skorti. * En þótt menn viti að hverju er stefnt og telji hana ekki hafa lært meira af nálega 7 alda kúgun erlends konungsvalds eftir glæsilegt menningartímabil, að hún ofurselji sig að nýju slíku helsi sjálfkrafa. Vér íslendingar megutn vera Inilnir af gull- öld vorri. Hún var sú lind, sem komandi kyn- slóðir bergðu af og lifðu sig inn í, ef svo mætti segja, þegar skór harðræðisins kreppti að. Þá sáu þær, hverju þær höfðu glatað og eygðu markmiðið, sem þeim bar að keppa að. Reynsla þjóðarinnar á þessum hörðu tímum sýndi, að örbirgðin óx með aukinni áþján. Síðan, þegar smám sarnan lók að rofa til, batnaði jafn'framt hagur landsmanna. Nú loks, þegar sól frelsis- ins skín í heiði og veldisstóll erlends kónga- valds á íslandi er hruninn, hlýtur það að boða ný þáttaskipti í þróun íslenzku þjóðarinnar að bættum kjörutn og almennri farsæld. Á liðnum baráttutímum hafa íslenzkir stúcl- entar jafnan halt forystu í réttarkröfum ís- lendinga. Þeir hvöttu þjóðina til eindr'ægni og staðfestu og spöruðu hvorki anda né íramtak. Með því að styrkja stúdenta til náms, er þjóðin nú að brýna þau járn, sem hún ætlar að bezt niuni duga henni í framtíðinni. Þeir stúdentar, sem nú eru á leiðinni til embætta og mannvirð- inga í þjóðfélagi voru, eiga ávallt að leita þangað, sem fósturjörðinni er mest þörf. Sé henni ógnað, er hlutverkið riddarans, sem ver brúði sína, en lyddurnar, sem hólminn flýja á úrslitastundu, eru þeir níðingar, sem steypa henni í glötun ef nokkuð megnar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.