Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 11 hvað þeir vilja, er björninn hvergi nærri nnn- inn. Það er líkt farið um þá og skipbrotsmann á eyðieyju, sem vill komast til mannabústaða, en íhugar til þess engin ráð. Menn verða einnig að hafa nokkra hugmynd um, hvernig þeim markmiðum skuli náð, sem í upphafi eru sett. Almennt liafa menn verið skeytingarlausari mn þessi mál en skiljanlegt er. Við hljótum að mynda okkur einhverja skoðun í þessum efnum, ella erum við í raun og veru að afsala okkur réttindum til þess að ráða cinhverju um okkar eigið líf, um líf niðja okkar og tilveru þjóðar þeirrar, er við teljumst til. Og sí/.t sæti það á stúdentum, sem eru taldir til mennta- manna hverrar þjóðar, að skeyta ekkert um réttindi þessi eða afsala sér þeim algerlega. Þeir ættu að mörgu leyti að hafa getuna mesta til þess að mynda sér ákveðna skoðún, þar sem leggja þarf til grundvallar allt í senn reynslu þá, sem sagan lætur í té, ýmis hagfræðileg at- riði og loks raunsæjan skilning á mannlegu eðli. Það má að ýmsu leyti líkja þeim, scm eru að mynda sér skoðun, við ferðalang á krossgötum. Hann sér vegina stefna í margar átlir, og nú á hann að velja, hvern þcirra fara skal, hver þeirra er stytztur, hver tryggastur og síðast en ekki sí/.t hvaða áfangastaður cr girnilcgastur. í því elni, sein hér um ræðir, hefur aðallcga verið bent á þrjár leiðir. # Stuðningsmenn þeirrar stefnu, sem fyrst skal vikið að, vilja láta allt hjakka í sama larinu, vilja láta allt reka ,i reiðanum, og vilja cngar umbætur gera. Slík leið cr æskumönnum lítt að skapi, enda munu fæstir halda því Iram, að hinum I jóru atriðum frelsisins verði lullnægt ;i þennan hátt. * Ogþá cr komið að annarri leiðinni, sem lýsa má í stutlu máli á þann hátt, að leggja skal skipulag það, sem við búum við, í rústir — annað hvort með lýðræðislegum aðferðum eða byltingu — og síðan skal sócialisma verða komið á. Hvorttveggja er nú hér um að ræða, að leið þessi er, eins og raunar er talað um leið- ina til Paradísar, grýtt, þyrnum stráð og þvf torsótt yfirferðar, og svo hitt, sem öllu meira máli skiptir, að endastöðin er engin Paradís. Eða hvort vilja menn lifa í því landi, þar sem þeir eru alveg og eingöngu háðir náð eins vinnuveitenda um atvinnu, þar sem aðeins einn flokkur er leyfður (flokkur vinnuveitand- ans), þar sem ekkert fæst prentað ne'ma það, sem flokkur þessi og stjórnin vill láta prenta og jiar sem allir Iringframbjóðendur verða að vera viðurkenndir af ríkjandi stjórn (þ. e. vinnuveitandanum)? Hitt'er svo annað mál, bæði satt og rétt, að hægt er að skapa öllum mönnum atvinnu. Þetta hefur bæði verið gert í Sovét-Rússlandi og Na/i-Þýzkalandi. En sá galli er á gjöf Njarð- ar, að lýðræði er í hvorugu landinu, og þess vegna cr það sama að ganga undir slíkt skipu- lag og gel’a mismunandi samvizkusömum mönnum tækifæri að’ fara með sig scm væru menn peð á taflborði eða skynlausar skrúfur í verkfærakassa. * Eylgismenn þriðju leiðarinnar hafa hins veg- ar svo mikla trú á þjóðfélagsvísindum nútím- ans, að' þeir álíta, að' hægt sé að fullnægja öll- um fjórum atriðum frelsisins í senn, og telja jjví enga nauð'syn á því að' afsala sér öllum öðr- um réttindum til þess að öðlast „slíkt" öryggi gegn skorti, sem socialistar boð'a og nokkuð er lýst að Iraman. Það skipulag, sem við búum mV við, skai haldast í öllum aðalatriðum. Skortinum á að útrýma með víð'tækum almannalryggingum og Irjálsri samvinnu þjóð'a á milli á sviði fjárhags- og viðskiptamála. En taki/t þann- ig að' ÚLrýma skortinum er þar með einn- ig tryggt hið fullkomnasta lýð'frelsi, trú- og t jáningarfrelsi, sem nokkurn tímann hefur jiekkzt, þar sem grundvellinum fyr- ir skoðana- og atvinnukúgun væri algcr- lega burtu kippt. Með þessu væri þrem af fjórum atriðum frelsisins fullnægt, en hið fjórða, öryggi gegn ótla, á að treysta með sam- vinnu og samtökum allra lýðræðisafla í heim- inum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.