Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐ Bragi Sigurðsson, stud. jur., form. stúdentaráðs: Vak íslands þjóð! 1 júnímánuði 1915 var fánamálinu þar kom- ið, að vér fengum sérfána, Islendingar. Fáni sá, er þá fékkst, var engin fullnæging og ekki í samræmi við kröfur Islendinga um réttar- stöðu landsins. Samkvæmt því þurftu íslenzk skip að skipta um fána í hvert sinn, sem þau fóru út fyrir íslenzka landhelgi. Slíkt var aldrei geð Islendinga, að þeir gætu til lengdar unað viðjum sem þeim. Því var á alþingi 1917 samþykkt samhljóða þingsályktun um að skora á ráðuneytið að útvega landinu fullkom- inn verzlunarfána. Þeirri málaleitun var synj- að. Því var hins vegar hreyft af Dana hálfu, að enn mætti taka upp sambandsmálið í heild. Tóku Islendingar vel þeirri uppástungu. Skipuðu stjórnir beggja landanna 4 menn í dansk-íslenzka samninganefnd. Lauk svo störfum nefndarinnar, að samkomulag varð um frumvarp til dansk-íslenzkra sambands- laga. Féllust stjórnir beggja landanna á frum- varpið óbreytt. Hlaut frumvarpið samþykki á Alþingi, svo og í Ríkisþinginu. Síðan var frumvarpið samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu hér á landi. Lögin staðfesti konungur ekki gleymast, því að við þann dag verður sigur Islendinga í sjálfstæðisbaráttunni tengdur um aldur og ævi. Og það er vel fyrir þessu séð, með því að íslenzkir stúdentar hafa gert þennan dag að hátíðisdegi sínum, og sé þeim þökk fyrir það. Það fer líka vel á því, að einmitt stúdentar helgi sér þennan dag. 1 sjálfstæðisbaráttunni, sem háð var sleitulaust um hundi*að ára skeið, voru stúdentarnir jafn- an í fylkingarbrjósti. Sigurinn í þeirri bar- áttu var því ekki sízt þeirra sigur. Gleðilega fullveldishátíð! 30. nóv. 1918. Loks gengu þau í gildi hinn 1. desember það ár. 1 1. gr. sambandslaganna er því lýst yfir, að Island sé frjálst, fullvalda ríki. Með þessum lögum náðist áfangi í alda- langri baráttu. Aflgjafinn í þeirri baráttu var íslenzk tunga og þau þjóðlegu verðmæti, sem tungan hafði varðveitt um aldaraðir. Upp úr löngu skammdegi reis frjálshuga þjóð, heimtaði rétt sinn og fékk hann. Það var löng barátta og oft hörð. Oss, sem nú virðum hana fyrir oss í ljóma fjarlægðar og sigurgleði, virðist hún aldrei hafa verið tvísýn. Vera má, að svo hafi heldur ekki verið. Engu að síður megum vér ekki í fögnuði vor- um villast í þoku andvaraleysis og sjálfsá- nægju. Vér megum ekki miklast svo af verk- um feðra vorra, að vér gleymum því, að kyn- slóðir koma eftir vora tíma og á okkur hvíla skyldur þeirra vegna. Baráttan fyrir fullveldi og sjálfstæði Islands var ekki breiður vegur, beinn og blómum stráður. Sú barátta var grýtt leið og torfær. Margar fórnir og dýrar voru færðar, áður sigur fengist. Þegar á þær er litið, vitum vér, að til nokkurs var unnið. Eigi er heldur minna um vert að gæta fengins fjár en afla þess. Vér, sem áttum þeirri ham- ingju að fagna að taka á móti sigurlaunum þeirrar baráttu, sem beztu synir og dætur Is- lands leiddu fram til sigurs, megum ekki láta þau rýrna. Skylda vor er að vaka yfir þeim og ávaxta þau. Vér eigum að efla með oss stoltan, prúðan og drengilegan þjóðarmetnað. Sá þáttur í skaphöfn og fari hvers manns er öruggasta vígi þjóðlegrar, íslenzkrar menn- ingar og tungu. Þetta vígi verður bezt treyst með því að halda til vegs þjóðlegum, íslenzk- um bókmenntum, fornbókmenntunum og öðr-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.