Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ 13 fjárföng eru á. Skal nú drepið á fáein atriði, er varða úrbætur á aðstöðu kandídata til að njóta framhaldsnáms. III. Við athugun á æskilegum úrbótum á þess- um vettvangi verður að hafa í huga, að kandídatar, sem leita framhaldsnáms, stefna að næsta mismunandi marki. Fyrir sumum vakir t. d. að stunda háskólanám eitt háskóla- misseri eða tvö. Aðrir binda sig ekki ein- göngu eða aðallega við háskólanám, heldur er ætlun þeirra að heyja sér raunhæfa fræðslu um tiltekin atriði, sem þeir hafa áhuga á. Enn aðrir hyggja hinsvegar á lengra nám í því skyni að afla sér víðtækrar sérfræðimennt- unar, þ. á. m. þeir, sem búast til starfa við háskólann. Ljóst er og, að kostir kandídata geta verið mismunandi í þessum efnum eftir fræðigreinum. Kandídatar í læknisfræði munu t. d. yfirleitt fá laun á sjúkrahúsum, meðan á framhaldsnámi stendur, en hagir flestra annarra kandídata eru miklu lakari að þessu leyti. Aukinn fjárstuðningur við kandídata gæti ýmist verið með þeim hætti, að styrkjum til þeirra væri fjölgað eða með því að kandídöt- um væru veitt hagstæð námslán. Námslán hentuðu þeim einkar vel, sem stutta útivist hafa. Þau kæmu og í góðar þarfir hjá þeim, sem hygðu á meiri háttar sérfræðimenntun, en yrðu þeim þó vart fullnægjandi, þar sem nám þeirra stendur að jafnaði 3—4 ár. Um kosti kandídata á námslánum er það nú svo, að skv. lögum nr. 5/1952 er ekki gert ráð fyrir því, að kandídatar geti fengið náms- lán, enda er það fé, sem lánasjóðurinn hefir til umráða, sannarlega ekki til skipta milli stúdenta og kandídata. I frumvarpi því, sem nú er til úrlausnar á alþingi um Lánasjóð fyrir íslenzka námsmenn erlendis, er heldur ekki vikið að kandídötum og framhaldsnámi þeirra, og er helzt svo að sjá, sem ekki sé heimild til að veita kandídötum lán úr sjóði þessum, þótt frumvarpið yrði lögfest. Ber brýn nauðsyn til þess, að svo verði um hnúta búið til frambúðar, að kandídatar eigi kost á námslánum með svipuðum kjörum og stúd- entar. Um fyrirkomulagið á lánveitingum kæmu ýmsir hættir til greina, en mjög kæmi til álita að stofna sérstakan lánasjóð, er gagn- gert ætti að sinna kandídötum. Ætti sá sjóður þá að vera í nánum tengslum við háskólann. Styrki til kandídata þyrfti og að auka til mikilla muna. frá því sem nú er. Þyrftu fram- lög að koma til af hendi almenna fjárveit- ingavaldsins í því skyni, og í annan stað væri mjög æskilegt, að einstaklingar stofnuðu sjóði, sem ætlað væri það hlutverk að rétta efnilegum kandídötum örvandi hönd til fram- haldsnáms. Bæði hér á landi og erlendis hafa margir menn reist bæði sér og öðrum bauta- steina með slíkum sjóðastofnunum og stuðlað með þeim að aukinni menningu og mennt. Við athugun á tiltækilegum úrræðum til að styrkja kandídata til framhaldsnám má að lokum drepa á þá hætti, sem tíðkast sums- staðar erlendis og fólgnir eru í því, að efni- legir kandídatar, sem sýnt hafa ótvíræða hæfileika til fræðistarfa, eru ráðnir aðstoðar- kennarar við þá háskóladeild, sem annast kennslu í fræðum þeirra. Er ég kunnugastur þessu fyrirkomulagi í Noregi og skal lýsa því lítillega. Á s. 1. vormisseri voru 40 slíkir að- stoðarkennarar — „universitetsstipendiater“ eins og þeir eru nefndir — við háskólann í Oslo. Eru þeir ráðnir til starfa í 4—6 ár að jafnaði. Þeir hafa sérstök laun, sem eru það sæmileg, að störf þessi eru talin lífvænleg fyrir fjölskyldumenn. Kennsluskylda aðstoð- arkennaranna er lítil, yfirleitt 1—2 tímar vikulega. Þessi aðstaða gerir kandídötunum kleift að sérmennta sig eða ljúka sérmenntun sinni á þessu starfsskeiði sínu. Verja menn oft þessum tíma til að semja doktorsritgerðir sínar. Með þessu skipulagi vinnst tvennt. Fyrst það, að efnilegum kandídötum er gert kleift að sérmennta sig og auðga fræðigrein- ina með rækilegum greinargerðum um til- tekin rannsóknarefni. Hitt vinnst einnig, að deildirnar njóta starfskrafta kandídatanna. I flestum deildum háskólans er brýn þörf á auknum starfskröftum, eins og kunnugt er. En á það er einnig sérstaklega að líta, að ýmsu námsefni er þannig farið, að óþarft er, að sérmenntaðir menn fari með kennslu þess. Væri þá kjörið að ætla slíkum aðstoðarkenn- urum það starf. Auk þess ættu þeir að ræða í æfingatímum eða fyrirlestrum þau verk- efni, sem rannsóknir þeirra lúta að. Slíkir aðstoðarkennarar yrðu oft fastakennarar við háskólann síðar, og felur kennsla þeirra á þessu stigi í sér veigamikinn undirbúning undir fastakennarastarfið. Hugmynd sú, sem hér er reifuð, þykir sjálfsagt lítt sigurvænleg að svo stöddu, sakir fjárskorts, en þar sem hér er um hagkvæma lausn að ræða, ber að keppa að því, að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp hér á landi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.